Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Blaðsíða 73
419
Eyrún Ingadóttir, framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands:
STARFSEMI LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 2011-2014
INNGANGUR
Lögfræðingafélag Íslands var stofnað þann 1. apríl 1958 að frum-
kvæði prófessora við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessari grein
verður sagt frá starfsemi félagsins síðustu þrjú starfsárin, frá 2011
til 2014.
FRÆÐAFUNDIR OG MÁLÞING
Á hverjum vetri heldur Lögfræðingafélagið nokkra fræðafundi í
hádeginu um þau mál sem helst eru í umræðunni. Hér á eftir verða
fundir félagsins taldir upp í tímaröð.
Kaup erlendra aðila á fasteignum á Íslandi var 8. september 2011.
Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður flutti erindi og Eyvindur G.
Gunnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, brást við. Vakti
fundurinn talsverða athygli í fjölmiðlum.
Áhyggjur og efasemdir um tillögu stjórnlagaráðs var 30. nóvember
2011. Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands,
fór yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá.
Lífeyrissjóðirnir og hrunið var 10. febrúar 2012 í samstarfi við öld-
ungadeild félagsins. Tilefnið var útgáfa skýrslu um fjárfesting-
arstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdrag-
anda bankahrunsins en Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttar-
dómari og formaður nefndar um fjárfestingar og fjárfestingarstefnu
lífeyrissjóða, Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur og starfsmaður
nefndarinnar, og Héðinn Eyjólfsson, viðskiptafræðingur og nefnd-
armaður, fóru yfir lagalegt umhverfi lífeyrissjóða og helstu nið-
urstöður skýrslunnar. Þess má geta að alls 123 manns mættu á þessa
þrjá fundi.
Ný tillaga að stjórnarskrá var miðvikudaginn 19. september 2012.
Ágúst Þór Árnason, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, og
Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla
Íslands, kynntu tillögu sína að endurskoðaðri stjórnarskrá.