Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 25
371 4.3 Afstaðan til alþjóðlegs mannréttindaréttar Sjálfsmynd Bandaríkjamanna hefur jafnan verið sú að þeir séu í far- arbroddi þjóða heims þegar kemur að vernd mannréttinda og þá einkum borgaralegra réttinda einstaklinga á borð við vernd tjáningar- frelsis og eignaréttar. Sem áður segir voru Bandaríkin leiðandi ríki við stofnun SÞ og vinnan að sjálfri Mannréttindayfirlýsingu SÞ frá 1948 var leidd af Eleanor Roosevelt, fyrrum forsetafrú.84 Þegar hins vegar kemur að því að greina afstöðu Bandaríkjanna til alþjóðlegs mannréttindaréttar blasir við nokkuð önnur mynd sem einkennist af tregðu við að fullgilda jafnvel helstu mannréttindasamninga SÞ og bókanir um samstarf við stofnanir SÞ á þessu sviði.85 Oft ein- kennast viðbrögð Bandaríkjanna við gagnrýni á þessa stöðu af því að þau telji sig hvort eð er tryggja mannréttindavernd jafnvel í eigin landsrétti og helstu alþjóðlegir samningar á vegum SÞ kveða á um eða þá að viðkomandi málefni eigi þar undir ríkin (fylkin) en ekki alríkið.86 Svo farið sé yfir helstu mannréttindasamninga á vegum SÞ þá hafa Bandaríkin fullgilt fáa slíka samninga og þegar þau hafa full- gilt þá hafa þau yfirleitt gert umtalsverða fyrirvara.87 Sem dæmi um lykilsamninga SÞ sem Bandaríkin hafa fullgilt en þó sett fyrirvara við eru Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966, Samningur gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu frá 1984 og Alþjóðasamningur um afnám alls kynþáttamisréttis frá 1965. Slíkir samningar sem Bandarík- in hafa hins vegar undirritað en ekki fullgilt eru t.d. Alþjóðasamn- ingur um efnahagsleg, félagsleg, og menningarleg réttindi frá 1966, Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum frá 1979 og Samningur um réttindi barnsins frá 1989.88 Þá ber að geta þess að Bandaríkin hafa ekki fullgilt þær bókanir sem gefa einstaklingum kost á að beina kærum vegna ætlaðra samningsbrota til þar til bærra nefnda á vegum SÞ.89 Þá blasir og við að Bandaríkin hafa jafnan 84 Hér er átt við The Universal Declaration of Human Rights (UDHR) frá 10. desember 1948. 85 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 160. 86 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 160-161. 87 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 161. 88 Um alla þessa helstu framangreindu mannréttindasamninga á vegum SÞ, hvenær þeir voru gerðir o.fl., er t.d. fjallað um í Björg Thorarensen (ritstjóri): Alþjóðlegir mannréttinda- samningar sem Ísland er aðili að. Reykjavík 2012, bls. 144-283, en til einföldunar vil ég hér leyfa mér að vísa almennt varðandi þá til þeirrar umfjöllunar. 89 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 162.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.