Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 7

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 7
í hraðanum Sérprentun úr Eimreiðinni 1967. Áður flutt sem útvarpserindi 14/10 1966 og i pcettinum Endurtekið efni 22jl 1967. Þegar ég kvöld nokkurt á síðast liðnu vori lagði leið mína í kvik- myndahús við Strikið í Kaupmannahöfn vottaði ekki fyrir neinum grun í huga mínum um það, að ég mundi verða fyrir þeim áhrifum af mynd- inni, sem ég fór til þess að sjá — en þetta var mynd um nútímavandamál, að í huga mér myndu rifjast upp meira en hálfrar aldar gamlar rninn- ingar frá Noregi, hver af annarri, en það var framar öðru niðurlag mynd- arinnar, sem vakti þessar gömlu minningar í huganum. Mér fannst, er ég horfði á myndina, sem flestir þeirra, sem þar komu við sögu væru ráfandi í einhverri gerningaþoku og vissu ekki hvert þeir væru að fara, — gerviþoka væri ef til vill réttara að orða það, en villugjarnt er jafnan í þoku, hverrar tegundar, sem lrún er. Margt býr í þokunni. Og rnargt dylzt líka í hraðanum, og kem ég að því síðar, eða þegar ég hefi lokið við að segja dálítið frá Noregsminningunum, sem ég vék að áðan. Þær eru frá vorinu og sumrinu 1914. Ég hafði lokið námi á Hvanneyri þá um vorið og fór til Noregs í maí með tuttugu krónur í vasanum umfram fargjaldið, en það skotsilfur átti að nægja — og nægði — til þess að komast norður í Þrændalög, en ég var ráðinn til starfa á stór- býli þar nyrðra. Minnistæð er enn sjóferðin í glampandi sólskini frá Björgvin til Niðaróss og þaðan til Steinkjær við botn fjarðar, sem gengur inn úr Þrándheimsfirði, en þetta er ekki ferðasaga, svo að ég rek það ekki nánara. Tilgangur minn er að geta aðeins nokkurra atvika, sem mér fannst að skiftu máli, er ég hugleiddi allt það, sem ég vildi sagt hafa.

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.