Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 20
bernskusumur á Mýrum vestur, eins hefi ég oft hugsað til þess
með þakklátum huga, að liafa dvalist á unglingsárunum í Hvann-
eyri, og mest fyrir þau áhrif, sem Halldór skólastjóri hafði á mig,
en þau voru slík, í fáum orðum sagt, að þau reyndust veganesti,
sem mér var mikili styrkur að, er mest á reyndi. Þau áhrif — áhrif
kynna og hvatningar, hafa aldrei máðst út. Og söm mun hafa orðið
reyndin fjölda margra annarra en mín, sem nutu handieiðslu hans,
er þeir voru að harðna og mannast undir lífsbaráttuna.
Eg vildi mega minna á það hér, að það var með lögum frá árinu
190.5, sem gerð var mikil breyting á búnaðarfræðslunni í landinu,
og komu þau til framkvæmda 1907. Mið hinum nýju lögum var
búnaðarskólanum á Hvanneyri breytt í bændaskóla. Og þá urðu
þar skólastjóraskifti. Fyrirrennari Halldórs var Hjörtur Snorrason,
síðar bóndi á Skeljabrekku og alþingismaður, mikill athafnamaður,
góður kennari og stjórnandi, að sögn þeirra er nutu, og á alla lund
og á alla lund mikilhæfur maður og vel virtur.
Halldór kom að skólanum rúmlega þrítugur að aldri. Hann
var vel undir starfið búinn og vel til foringja fallinn.
Hann var fæddur 14. febrúar 1875 í Laufási við Eyjafjörð,
sonur Vilhjálms Bjarnarsonar, síðar bónda í Kaupangi og að
Rauðará, en þeir voru albræður Vilhjálmur og Þórhallur biskup,
en móðir Halldórs var Sigríður, systir Björns á Dvergasteini, Hall-
dór fór í Möðruvallaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi, en var
síðan um nokkurt skeið heima hjá foreldrum sínum og hjá síra
Birni móðurbróður sínurn. Árið 1901 fór Halldór utan til þess að
stunda nám í landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn og lauk
hann prófi 1904 og dvaldist svo um árs bil áfram í Danmörku til
þess að kynna sér danskan landbúnað og skólastarfsemi og var þá
m.a. í lýðskólanum í Askov.
Heim til íslands fór hann 1905. Fyrsta starfið var að ferðast fyrir
Búnaðarfélag íslands milli rjómabúanna, sem þá voru allvíða um
land. Var ferðin farin í eftirlits og leiðbeiningarskyni. Varð hann
á skömmum tíma kunnur fyrir þá röggsemi, sem einkenndi allt
hans ævistarf. Næstu tvö ár var Halldór svo kennari á Eiðum og
jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Austurlands.
Og svo hefst aðalævistarf hans sem skólastjóra og bónda á
Hvanneyri. Rak hann búið fyrir eigin reikning. Allt var með
miklum myndarbrag og framkvæmdir miklar. Aðsókn að skólanum
14