Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 21

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 21
jókst eftir komu Halldórs að Hvanneyri og alls munu nemendur hans hafa verið um 650. Það er þannig ósmár hópur, sem naut fræðslu hans og hvatningar til þess að duga í líiinu — og raun- verulega er hópurinn miklu stærri, því að margir aðrir en nem- endur hans urðu fyrir varanlegum áhrifum eldmóðs hans og bjart- sýni og óbifanlegrar trúar á framtíð íslenzks landbunaðar. Á þeim tíma, sem ég var á Hvanneyri, kynntist ég skólapiltum úr öllum héruðum landsins — og aðrir piltar og stúlkur komu líka, úr öllum áttum, til starfa. Mörgum fleirum en skólanemendum þótti þar eftirsóknarvert að vera. Minnisstætt er mér hve margir piltanna voru uppburðarlitlir og hlédrægir við komuna, og var það eðlilegt á þeim tíma. Þeir komu margir úr fámenni í afskekktum byggðarlögum, þar sem samgöngur voru strjálar og erfiðar, þeir báru svo margir frekara svip seinlætisins — og líka seiglunnar — en hraða og fjörs og snerpu. Efniviðurinn var yfirleitt góður í piltunum — sumir reyndust vera harðduglegustu og snörpustu menn, sem ég hefi kynnst, og kom það bezt í ljós í skorpum við heyskap, í Borgarnesferðum á vetrum, sem oft voru erfiðar vegna ísreks og strauma (þá var Hvítá óbrúuð) og oftar, en það var sjaldnast nema fyrst í stað, sem uppburðarleysisins gætti. Stöku rnenn voru jafnvel dauðyflis- legir við komuna, en það stóð ekki lengi. Ótæmandi lífsfjör og þróttur skólastjórans verkaði á menn eins og rafmagnsstraumur. Og dagleg iðkun leikfimi hafði sín áhrif og það var oft glímt. Þá hafði skemmtilegt félagslíf sín áhrif. Skólastjóri átti það til, milli kennslnstunda og stundum við önnur tækifæri, að þrífa til pilta og fara í tusk við þá, og þeir, sem vildu greinilega ekki vera með og drógu sig afsíðis, máttu vara sig. Halldór gat átt það til að kippa þeirn fram á gólfið. Halldór virtist flestum rösklega meðalmaður á hæð, en hann var svo byggður, að hæðin leyndi sér. Hann var þéttvaxinn og þrek- vaxinn og samsvaraði sér vel, snar í hreyfingum öllum og hinn hvatlegasti, leiftrandi lífsfjör í augunum, bjart yfir andlitssvipnum, svo að minnti á f jallshnúk, sem stirnir á, en á augabragði gat svip- urinn þyngst og harðnað, ef honnm rann í skap, og var það líkast því, að skugga af skýi brygði á hinn bjarta hnúk í svip — en aðeins í svip, því að Halldóri rann fljótt reiði. Hún gat þotið upp sem gos, en hjaðnaði fljótt. 15

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.