Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 25

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 25
Lifnaði yfir mér, er hann sagði, að ég skyldi ríða Jóhannesar-Grána, því að hann var duglegur ferðahestur, þægilegur ásetu og viljugur, en gat verið styggur og þá viðsjáll. Reið ég greitt sem leið lá að Hvítárvöllum og hóaði á ferjumanninn frá Ferjukoti vestan árinnar. Brátt gekk hann niður að ánni, skaut pramma á flot og reri yfir til mín. Ég hafði sprett af og lagði hnakkinn í bátinn og kom mér fyrir, eftir að hafa losað um tauminn á klárnum öðrum megin. Mikið var í ánni og dálítil ágjöf, en nú gerist það, er við erum komnir nær á miðja ána, að klárinn kippir taumnum úr hendi mér og syndir til sama lands. Horfði ég skömmustulegur á eftir honum en allreiður. Ferjumaðurinn tók þessu góðlátlega og reri með mig til baka, en ekki var ég fyrr stiginn á land, en klárinn tók undir sig stökk og hentist eins og byssubrendur eftir Hvítárvallaengjunum í áttina til Hvítáróss- og Hvanneyrarengja. Hófust nú átök milli mín og Grána, sem stóðu hátt á þriðju klukkustund, því að ég mátti ekki til þess hugsa, að fara sneyptur og segja farir mínar ekki sléttar. Þarna eru kílar og stokkar og hvað eftir annað tókst mér að króa Grána inni á tungum milli stokka, sem hann gat ekki stokkið yfir, en hverju sinni, er hann sá að hann komst ekki lengra, tók hann það eina ráð, sem dugði — hann tók undir sig stökk og stefndi beint á mig, svo ég varð til þess neyddur að víkja sem hraðast. Þetta endurtók sig æ ofan í æ. Enn tókst mér að króa hann inni, gersamlega vonlaus orðinn um, að ég myndi ná honum. Ég bjóst við, að hann mundi hlaupa á mig enn einu sinni, og ósjálfrátt greip ég til þrautaráðsins: Ég bað með allri einlægni og trú unglingsins guð um að hjálpa mér að ná klárnum. Og er ég nú gekk að honum hreyfði hann sig ekki úr sporum. Var það vegna þess, að hann var orðinn þreyttur á leiknum — eða var það fyrir mátt einlægrar bænar, að ég sigraði? Ég hugsaði um það þá — og oft síðan. Hafi ég ekki verið sannfærður um mátt bænarinnar fyrr, þá sannfærðist ég um hann á þessari stund. En þegar ég nú reið berbakt eftir bökkunum hló mér hugur í brjósti — allt var gleymt, nema að ég gat rekið erindi mitt og þurfti ekki að lifa þá smán, sem mér fannst það vera, ef ég hefði borið laegri hlut í þessum skiftum og orðið að ganga fyrir Halldór skóla- stjóra eftir að hafa gefist upp við að reka það erndi, sem hann hafði falið mér. Traustlega var nú haldið í tauminn og greitt riðið í Borgarnes 19

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.