Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 28

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 28
því í blaði sínu, Kirkjublaðinu, að Páll hefði lesið Njálu á hverj- um vetri eigin málvöndunar vegna, og Vilhjálmur Þ. Gíslason segir í formálsorðum að bókinni „Brautryðjendur“, að það sem gert hafi sögurit Páls vinsæl meðal leikra og lærðra hafi ekki ein- ungis verið það, að þau bættu úr fróðleiksþörf manna, heldur einnig hitt, að „stíll þeirra og málfar var alþýðlega látlaust, en þó virðulegt og fagurt“. Minningarnar um Pál eru tengdar því, að ég var farinn að eign- ast bækur þó nokkru fyrir fermingaraldur. Allar mundu þær telj- ast smárit nú á dögum, en ég hef alla ævi litið á sumar þeirra sem dýrgripi. Og ekki voru þær dýrar í aurum eða krónum talið. Meðal fyrstu bókanna, sem ég eignaðist, var mikill dýrgripur, og það var Sigurði Kristjánssyni bóksala að þakka, að ég gat eignast hann, en það var Sigurður sem hóf alþýðlega útgáfu Islendinga- sagna, og seldi svo lágu verði að allir gátu eignast, að minnsta kosti smám saman, en bókin var Gunnlaugs saga ormstungu, og kostaði ef ég man rétt 35 aura. En vorið 1909 eignaðist ég bók, sem var í fimm- eða sexfalt stærra broti en nokkur, sem ég fyrr hafði eignast, og var hún fermingargjöf frá Páli Melsteð, sem varð 97 ára um haustið sama ár, en andlát hans bar að höndum í febrúar árið eftir. Þessi góða gjöf var bókin Rundt Norgc fra Tistedalen til Jakobs- elven, gefin út 1882, með mörgum myndum. Þessi bók var mér því kærari sem lengur leið, en ég gluggaði fljótt í hana og naut hennar betur af því að ég var þá búinn að marglesa sveitasögur Björnsons. 1 þessari bók, sem hefst á lýsingu á áðurnefndum dal, segir á einum stað á þessa leið: Hver sá, sem kemur inn í dalinn mun komast að raun um, að hann er fagur og hlýlegur og hefur bætandi áhrif á hugann. Öldungurinn vissi vel hvað hann var að gera, er hann sendi mér fagra, góða, þroskandi bók, á þeim tímamótum er bernsku- og æskuárin voru að baki og unglingsárin framundan og ýmiss vandi, því að með góðum bókum er jafnan vísuð leið inn í þá dali, sem huganum er gott og hollt að dveljast. Og er það ekki eitt af því, sem dýrmætast er, þegar árin færast yfir, séu menn á annað borð andlega lifandi, að því fegurri lendur og víðari er yfir að líta, og hið andlega landnám Páls Melsteðs hefur verið vítt og 22

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.