Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Qupperneq 34

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Qupperneq 34
öðrum viðfangsefnum — og fundið æ meira til þarfarinnar að túlka hugsanir sínar með öðrum hætti en í ljóði. Og er ekki það, sem beztu ljóðin túlka, knúið fram af einhverjum dularmætti, næstum eins og það sé forlaganna vilji, að það skyldi vera í formi ljóðsins? Ótal skýringar og tilgátur er auðvelt að koma með, en staðreynd er það, að svipuð varð þróunin hjá mörgum mikilvirk- um skáldsagna- og leikritaskáldum annarra þjóða. Ljóðin, sem við bætast í útgáfunni 1943, eru mörg jafn skínandi fögur og beztu ljóðin í litla kverinu frá 1893, þrungin vizku, mildi, umburðarlyndi og mannlífsskilningi, sem á sér djúpar rætur. Meðal þeirra er kvæðið „Barn í myrkri“. Það kom fyrst í Skírni, það var á unglingsárum mínum, og ég man hve það heillaði mig. Skáldið liggur andvaka, er skerandi barnsgrátur berst að eyrum utan úr myrkrinu, barns sem vaknaði hafði .......í myrkrinu móðurlaust og í myrkrinu er dapurt að gráta. En svo kemur ljósið og huggunarhönd, sem hræðslunnar þurrkar upp strauma. Og barnið fer tafarlaust langt út í lönd hinna ljúfustu fagnaðardrauma. Við erum barnungar margir menn — svo mikið er naumast að láta — erum móðurlaus börn í myrkrinu enn. 1 myrkrinu’ er dapurt að gráta. Og bótt við að jafnaði höfum ei hátt — að hrína það teljum við ósið — og hlustum á þögnina þreyttir um nátt, þá þráum við blessað ljósið. Sú speki, sem felst í þessum tveim niðurlagserindum, mættu vera til athugunar mörgum á tímum yfirborðsmennsku, steigur- lætis og eigingirni, og á stundum furðulegs skilningsleysis sumra þeirra, sem veginn ættu að vísa til betra lífs út úr gerningaþoku nútímalífsins. 28

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.