Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 36

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 36
Hér get ég aðeins drepið á gildi þess, er tónskáld ljær ljóði vængi og ber þannig boðskap Ijóðskáldsins og sinn eigin inn í hugi fólks- ins, á stundum með ágætinn, af djúpum skilningi og næmleika, svo að náð er fullkomnun í samtvinnun og tjáningu. Og enginn efi getur þá komist að um ævarandi gildi hins hefðbundna, rímaða ljóðforms. Og nú hafa ljóð Einar verið gefin út enn einu sinni, og nú af Leiftri hf., og mjög snoturlega. Og kann ég því vel, að brot er hið sama og á fyrstu útgáfunni, sem var sú, er ég eignaðist á þeim tíma, er þau Guðrún Indriðadóttir og Haraldur Níelsson juku áhuga minn fyrir þeim, fegurð þeirra, lífsspekinni sem þau geyma og góðvildinni, sem af þeim bjarmar. I vörzlu minni eru skeyti, ávörp og ljóð, sem föður mínum bár- ust, er hann varð áttræður vorið 1911, og hefur þess verið all- oft getið, að meðal þeirra, sem sýndu honum mestan sóma við það tækifæri, voru þeir Hannes Hafstein og Þorsteinn Erlings- son, og á ég um það dýrmæta minningu, er hann í heiðurssam- sæti því, sem honum var haldið, sat milli þeirra, en þar flutti Hannes Hafstein aðalræðuna, og sungið var kvæði eftir Þorstein. En það er ekki síður gott til þess að hugsa, hvernig Einar minnt- ist hans á þessum degi: Einlægustu hamingjuóskir og hjartanlegt þakklæti fyrir allt starfið í þarfir fegurðarinnar, þekkingarinnar og góðleikans. Af sama hugarfari mætti þjóðin minnast Einars H. Kvarans — og allra sinna beztu manna. 30

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.