Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Qupperneq 37

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Qupperneq 37
„Þetta var okkar fáni” (Útvarpserindi, flutt 1965). Bjarni Jónsson fró Vogi. Hinn 19. júní var hálf öld liðin frá því þjóðfáninn var löggiltur tteð konungsúrskurði. Þann dag var forsaga hans og saga rakin í ýtarlegri yfirlitsgrein í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars frá því greint, að Einar Benediktsson skáld gerði það að tillögu sinni í stórmerkri grein í blaði sínu Dagskrá, að fáni íslands yrði „hvít- ur kross í bláum feldi“, og hafi grein þessi markað tímamót í fánamálinu, því að þessi fáni hafi átt eftir að vinna sér geysi- legar vinsældir vinsældir meðal þjóðarinnar. Á það var einnig minnt, að kvenfélagskonur hófu þennan fána fyrst á loft 1897. Hafði hin merka kona Þorbjörg Sveinsdóttir þar forustu og mun hafa saumað fyrsta fána þessarar gerðar. Tilgangur minn er vitanlega ekki að rekja efni Morgunblaðs- greinarinnar, sem komið hefur fyrir augu mikils hluta þjóðarinn- ar og vonandi verið lesin almennt, einnig af hinum ungu, því að ekki er annað sæmandi en að þeir, sem erfa eiga landið, viti glögg skil á þessum þætti sögu lands og þjóðar, og enn gleggri en með nokkurri sanngirni er hægt að ætlast til, að gert sé í yfirlitsgrein 1 blaði, þótt skýr sé og greinargóð, en gildar ástæður tel ég mig hafa til að ætla, að lítil séu kynni margra af þessari sögu nú, og dæmi gæti ég mörg nefnt um það, að menn hafa jafnvel aldrei 31

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.