Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 39
Olafssonar, Fjölnismanna og Jóns Sigurðsonar og skálda 19. aldar-
innar, sem hvöttu til dáða og trúar á landið. Orðið Danahatur
heyrðist oft á hinum mikla baráttutíma, sem fram undan var og
víst andaði kalt í garð Dana á þeim tíma, vegna skilningsleysis
á málum Islendinga og hrokalegrar framkomu, ekki sízt yfir-
manna á dönskum skipum við þá, sem rainnst máttu sín, fátæka
alþýðu, sem ekki var enn búin að gæðast svo að þrótti, að hún
hefði varpað af sér undirlægjuhættinum. Þessu hefur Einar Bene-
diktsson lýst eftirminnilegast:
Farþegn stóð við borð með breiðum herðum,
bönd 1 rælni höndum lék.
Yfirmaður fasmikill í ferðum
fram að honum vék —
ýtti úr vegi hart og hrakorð lagði,
hinn fór undan, beygði sig og þagði.
Sú breyting kemur til sögunnar eftir að Stú.dentaféiagið tekur
fánamálið fyrir 1906, að menn fara að flagga allvíða um bæinn
með bláhvíta fánanum, sem meiri hluti nefndar í félaginu hafði
aðhylst. Nefndina skipuðu: Bjarni Jónsson frá Vogi, Guðmundur
Finnbogason, Benedikt Sveinsson ritstjóri, Magnús Einarsson
dýralæknir og Matthías Þórðarson fornminjavörður, sem einn
vildi hafa hvítan kross á bláum feldi með rauðan kross í miðju,
°g átti því hugmyndina að þeirri gerð, sem fyrir valinu varð um
síðir, en bláhvíti fáninn hafði þá hlotið fylgi án efa mikils meiri
hluta þjóðarinnar, enda voru þau rök sterk, að blái liturinn og
hinn hvíti væru þjóðarlitirnir.
„Djúp sem blámi himinhæða,
hrein sem jökultindsins brún.“
og:
„Munist, hvar sem landinn lifir
litir þínir alla tíð,“
kvað Einar Benediktsson í kvæði sínu til fánans, sínum ódauð-
iega ástaróð til bláhvíta fánans.
33