Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 41

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 41
ur, greinilega kunnugur honum, nam staðar við girðinguna og sagði: ■— Þú ert þó ekki farinn að flagga með Dannebrog aftur? — Jú, ég dreg nú ekki hinn upp oftar. Hinn maðurinn sagði ekki neitt, hristi höfuðið og gekk burt. Kannske hafði honum sýnzt, eins og mér, að maðurinn hefði tárfellt. Ég man, að mér fannst einhvern veginn, óljóst þó — og án þess ég skildi það til fulls, að hér hefði gerzt harmleikur í lífi einstaklings, því að getur það kallast annað en harmleikur, ef einstaklingur er knúinn til svika við málstað, sem honum er helgastur ? Ég minntist á söguna um Friðrik konung VIII, er hann sá blá- hvíta fánann. Áður en konungur kom til Seyðisfjarðar, var búið að flagga þar á bryggju, þar sem konungur steig á land, þannig, að danskir fánar og bláhvítir fánar skiptust á, og þótti fagurt. En þá fögru sjón fékk konungur ekki að sjá, því að bláhvítu fán- arnir voru dregnir niður að kalla á „seinasta augnabliki“ og danskir dregnir að hún í þeirra stað. Deilur voru harðar á þessu tímabili út af sjálfstæðismálinu og fánamálinu, og „Danahatrið“ gat brotizt út með ýmsu móti, og vil ég nefna um það eitt dæmi, en það sýnir út í hverjar öfgar Daenn gátu farið í hita baráttunnar. Þeir sem allmiklu lengra voru komnir á menntabrautinni en busar og kastringar, áttu það til að stöðva þá á götu, án þess að mæla orð af vörum, horfa í augu þeirra fast og lengi, og spyrja svo af miklum þunga: Hatar þú Dani? Hefur þeim líklega fundizt, að þörf væri að vekja okkur til bar- attunnar með þessu móti, en ekki held ég að þetta hafi haft til- ætluð áhrif, og var með öllu óþarft. Smám saman fjölgaði bláhvítu fánunum. Og 17. júní 1911 er ttiinnzt aldarafmælis Jóns Sigurðssonar, er Hannes Hafstein orti hann snilldarljóð sitt, er hófst með þessum orðum: Þagnið, dægurþras og rígur, þokið meðan til vor flýgur örninn mær, sem aldrei hnígur, íslenzk meðan lifir þjóð. 35

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.