Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 46

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 46
Það væri mjög heppilegt, og má segja nauðsynlegt, að til sé opinber fréttastofa, sem erlendar stofnanir, svo sem fréttastofur og blöð og fleiri, geta snúið sér til með fyrirspurnir og annað, en einkum væri mikilvægt fyrir viðskiptafyrirtæki og erlenda kaupsýslumenn, sem skipta við ísland, að hafa aðgang að slíkri stofnun, en það ætti að verða eitt hennar verkefni, að semja mánaðarlegt yfirlit á ensku, að meginefni fjárhags- og viðskipta- legt sem slíkum mönnum mætti að gagni koma. Er mér kunnugt um frá ferðum mínum sem fréttamanns erlendis, að íslenzkir við- skiptafulltrúar erlendis telja mikla þörf á, að gefið væri út slíkt yfirlit, en dreifingu þess til þeirra, sem óskuðu eftir því, mætti fela íslenzkum sendifulltrúum erlendis og ræðismönnum Islands. Slíkt mánaðaryfirlit (bulletin) ætti að prenta, og yrði þar, auk þess sem að ofan greinir, getið í stuttu máli menningarlegra og stjórnmálalegra viðburða og breytinga, eftir því sem ástæða er talin til hverju sinni. Ég lít svo á, að ekki megi dragast öllu lengur, að stofnað sé til slíkrar þjónustu, og ef stofnuð yrði Fréttastofa Islands, yrði þetta að sjálfsögðu eitt hennar verkefni, en dragist stofnun hennar fyrirsjáanlega enn alllengi, hljóta að vera leiðir til þess að full- nægja þesari þörf á annan hátt til bráðabirgða. Mér þótti eftir atvikum rétt að víkja að þessu með nokkrum orðum, þótt annað sé höfuðefni greinar minnar, en það er að geta að nokkru fréttastofunnar, sem Blaðamannafélag Islands stofnaði til fyrir hartnær 4 áratugum. Var því hreyft við mig fyrir alllöngu, að ég segði frá henni hér í blaðinu, þótt dregizt hafi úr hömlu að koma þessu frá. En áður en lengra er farið vil ég leggja áherzlu á, hversu þróunin á hverjum tíma hefur sín áhrif, hver áhrif hún hafði á FB á hennar tíma, og einnig hvernig þróunin á vettvangi blaðaútgáfu, fréttaöflunar og dreifingar o. s. frv. er nú, á þeim tíma, sem málið er á ný á dagskrá, og hverjar eru líkurnar fyrir að hún verði. ,,Nú geta menn pó tálaö saman“. Áður en lengra er farið, vil ég minnast þess frá fyrri árum, er við blaðamenn eitt sinn sátum á fundi í veitingasal Hótel Borgar, að Ari heitinn Jónsson Arnalds, fyrr ritstjóri og alþingismaður, gekk til okkar brosandi og hafði á orði, hve ánægjulegt það væri,

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.