Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 48

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 48
Skrifstofan sér allflestum blöðum landsins og ýmsum fréttafé- lögum, sem þegar hafa verið stofnuð, fyrir daglegum fréttum inn- lendum og útlendum. Eru þeir, sem fengið hafa tilboð um frétta- þjónustu en ekki svarað, beðnir að gera það hið bráðasta. Kaup- tún og byggðarlög, sem ekki hafa fengið tilboð um fréttir frá stof- unni, geri viðvart sé þeirra óskað. Frá 1. febrúar geta einstakir menn, félög, eða verzlunarfyrir- tæki gerst áskrifendur að öllum fréttum, sem stofunni berast, og verða fréttatilkynningar sendar út 12 sinnum á dag, og oftar ef um sérlega markverð tíðindi er að ræða. Gjald fyrir þessar til- kynningar er 5 kr. á mánuði. Fréttastofan sér um birtingu almennra tilkynninga, hvort held- ur er innanbæjar, út um land eða til Norðurlanda. Loks var þess getið, að skrifstofa Fréttastofunnar yrði fyrst um sinn á Bergstaðastræti 9 (heima hjá Skúla). Og má hér við bæta, að Skúli hafði enga aðstoð — gerði allt sjálfur. Skrifstofa fyrir starfsemina var aldrei leigð öll þau ár, sem hún starfaði og á hvorugu varð breyting, eftir að ég tók við, efnahagurinn leyfði það aldrei, þótt starfsemin nyti nokkurs opinbers styrks um all- mörg ár (sjá síðar). Ég tók við forstöðumannsstarfinu af Skúla, sem fyrr var sagt, og var það Valtýr Stefánson, sem ræddi um það við mig, að ég tæki það að mér, en ég var þá í rauninni kominn í stéttina, því að eftir heimkomu mína eftir 5 ára útivist 1923 stofnaði ég dá- lítið vikublað, til þess að skapa mér atvinnu („Sunnudagsblaðið"), og vann stundum við Vísi sem aukamaður, og sumarið 1924 við Morgunblaðið, og var fréttaritari Chicago Tribune, og sendi því allmikið efni, en þetta blað, sem hafði fréttastofu í London og kom út bæði í Chicago og París hafði þá mikinn áhuga fyrir Is- landi (m. a. vegna hugmyndar eigandans að senda flugvél kring- um hnöttinn, með viðkomu á Islandi). — Nú var orðið augljóst mál, að með þeim tekjum, sem FB hafði, var ekki unnt að launa forstöðumanni sómasamlega og hafa sérstaka skrifstofu, og varð það því að samkomulagi, að ég fengi að vinna aukastörf, og þar með sem aukamaður hjá Vísi, er svo bar undir, og hélzt það og varð aldrei að ágreiningi og mætti kannske segja, að ég hafi að nokkru leyti verið starfsmaður Vísis árdegis og hinna blaðanna síðdegis. 42

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.