Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 50

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 50
4. Loftskeyti eru daglega send til skipa, almennar fréttir og aflafréttir. Ber þess og að minnast með þakklæti, að Félag ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda og Eimskipafélag íslands styrkja FB til þessa. 5. Ýmsum fyrirspurnum er svarað bréflega og símleiðis. 6. Ýmsar tilkynningar eru sendar daglega til blaða, stundum til annarra, samkvæmt óskum þeirra, sem tilkynningarnar eru frá. Flestar tilkynningarnar hafa verið frá sendikennara Dana. Til- kynningar þessar eru ýmsar Danmerkurfréttir, einkanlega er snerta bæði ísland og Danmörku. FB fær tiikynningar þessar ókeypis og ber þess að minnast með þakklæti. 7. Þá hefur FB sent blöðunum ýmislegt, sem gerist meðal Is- lendinga í Vesturheimi, og væri gert meira að því, ef eigi væri takmarkað rúm í blöðunum. Þessarar starfsemi hefur verið minnst þakksamlega í vestur-íslenzku blöðunum. 8. Forstöðumaður FB sendir iðulega fréttaklausur eða greinir til fréttastofu í London, sem hefur sambönd út um allan heim. Hefur fréttastofa þessi látið í ljós ánægju sína yfir að fá þessar fréttir, sem sumar hafa verið langar og ýtarlegar. Má t. d. nefna: Mannskaðana í vetur og leitina að togurunum, Loftismálið, skíða- för L. H. Miiller og félaga hans, Þjóðleikhúsið, Landspítalann, skýrslur um útfluttar afurðir o. m. fl. Einnig hefur FB beðið fréttastofu þessa að geta í tilkynningu til allra blaða, sem fá fréttir frá henni, um bæklinga þá um ísland sem ferðamannaland, sem út eru gefnir. Eru þá send allmörg eintök af bæklingunum til úthlutunar. Fleira mætti til tína, en læt þetta nægja. Þess þarf væntanlega ekki að geta, að FB svarar fúslega þeim fyrirspurnum, er hún fær, og reynir að vekja eftirtekt á íslandi erlendis. Ber ég það traust til manna, að Fréttastofan verði ekki dæmd á ósanngjarnan hátt. Mun henni vafalaust vaxa fiskur um hrygg smám saman." I niðurlagi greinargerðinnar drap ég á, að fréttastofur erlendis hefðu aukið starfsemi sína, þar sem útvarpið var komið til sög- unnar, og vafalaust mundi það sama verða uppi á teningnum hér, en um þetta voru ýmsir á allt öðru máli á þesum árum, og þjóð- kunnur máli á þessum árum, og þjóðkunnur ritstjóri lét í ljós við mig þá skoðun sína, að framtíð blaðanna væri mjög óviss vegna 44

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.