Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 53
Baldur Sveinsson.
„United Press Assocations of America“ er eitt voldugasta frétta-
félag í heimi. Aðsetur þess er í Bandaríkjunum, en það hefur
fréttaritara í öllum löndum, þar á meðal í Reykjavík, og annast
að staðaldri skeytasendingar til 46 landa, víðsvegar um heim.
Höfuðskrifstofur þess hér í álfu eru í Lundúnum og Berlín, og
verða Islandsskeytin send frá skrifstofunni í Lundúnum. — United
Press, eins og það er kallað í símskeytum, hefur oft verið nefnt
í fréttaskeytum til blaðanna hingað, og er það vegna þess, að
það hefur oft verið á undan öðrum fréttastofnunum að flytja stór-
tíðindi. Er það svo voldugt félag, að það þarf hvorki að spara fé
né fyrirhöfn til þess að hafa fréttaritara þar til taks, sem helzt
er að vænta mikilla frétta.
1 samningi þeim, sem Fréttastofa Blaðamannafélagsins hefur
gert við United Press, er svo um samið, að send verða til jafn-
47