Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 54

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 54
aðar 150 orð á degi hverjum, alla virka daga, en borgun fyrir þessar skeytasendingar er mjög sanngjörn. Vísir væntir þess að breyting þesi verði lestmdum blaðsins til ánægju, ekki sízt vegna þess, að fréttir munu nú berast fljótara en áður. United Press situr vitanlega betur fyrir fregnum en dönsk blöð, sem verið hafa aðalheimild þeirra, sem sent hafa Fréttastofunni símskeyti. Þess skal getið, að skeytasamband Fréttastofunnar við Kaup- mannahöfn er ekki algerlega lokið, því að þaðan verða eins og áður, símaðar helztu fréttir frá Norðurlöndum. Þannig kynnti Baldur heitinn Sveinsson lesendum Vísis breyt- inguna. Orðin voru fleiri en 150. Ég þarf ekki að fjölyrða um það í blaði, sem út er gefið á því herrans ári 1963, hversu mikilvægt það var, að fá fréttirnar frá Lundúnum glænýjar og að kalla með loftsins nraða. Ég vil líka leggja á það sérstaka áherzlu, að orðin voru raunverulega miklu fleiri en 150 til jafnaðar á degi hverjum — en United Press sendi FB jafnan geisi mikið efni fyrir fram um menn og málefni (mót, ráðstefnur o. fl.), sem gat komið að hinum beztu notum við samn- ingu fréttanna upp úr skeytunum, eða beinlínis var hægt að nota óbreytt. Þetta fréttaefni var bæði fjölritað og í prentuðu máli, m. a. ítarlegar upplýsingar um alla helztu forystumenn þjóðanna, svo að nærri allt af voru nægar upplýsingar fyrir hendi um slíka menn, ef til þurfti að taka. Talsambandið við útlönd. Fimmtudag 1. ágúst 1935 gerðist sá merki atburður, að talsam- band við útlönd var opnað. Hófst sú athöfn kl. 11 f. h. og að henni lokinni var talsambandið tekið til almenningsnota. Vísir átti þá viðtal við Webb Miller forstöðumann Evrópufréttadeildar United Press og var svo að orði komizt, að blaðinu þætti vel við eiga, að eiga viðtal við UP á þessum degi, ,,þar sem aðstoðarritstjóri blaðs- ins, Baldur heitinn Sveinsson, hefði átt frumkvæði að því, að ís- lenzku blöðin sömdu við fréttastofu í Lundúnum, mestu frétta- miðstöð heims, og þar með gert kleift að fréttaflutningur til lands- ins yrði hraðari og betri. 48

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.