Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 58

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 58
Þróunin. Þróunin, sem ég gat um, og öll stefndi í áttina til sjálfstæðrar fréttamennsku, þar sem hvert blað gæti farið sínar götur til þess að vera „fyrst með fréttirnar" og sett sinn svip á þær, hélt áfram og hefur gert fram á þennan dag. Hún hafði sín áhrif, að því er FB varðaði, e.r á leið, og einnig að því er varðaði fréttasölu útvarpsins til blaðanna. Hún lagðist niður vegna sömu þróunar. Blöðin vildu sjálf afla sér frétta, — fljótt og milliliðalaust. Þörfin fyrir fréttastofu. Nú munu menn ef til vill spyrja, hvort nokkur þörf sé, að stofn- uð verði Fréttastofa íslands, eins og stungið hefur verið upp á, þar sem þróunin á undangengnum tíma hefur verið sú, sem að framan hefur verið lýst, og ætla má að hún verði áfram. Skoðanir kunna að verða skiptar, en þetta er mál, sem þarf að vera áfram til athugunar og umræðu. Ég fyrir mitt leyti tel slíkar stofnunar þörf og drap í fyrri grein minni á verkefni, sem slík stofnun ætti að inna af hendi. Nú hefur legið niðri um hríð, að ræða stofnun Fréttastofu Islands, eins og lagt var til með nefndartillögunum, sem minnt var á í fyrri grein, en væri ekki vegur, að athugað væri hvort ekki gæti náðst samkomulag um stofnun fréttastofu, sem hefði takmarkað verkefni, — væri tengiliður blaðanna og hins opinbera, — annaðist miðlun opinberra tilkynninga, ríkisstjórnar- innar og opinberra stofnana, félaga og fyrirtækja — svaraði fyrir- spurnum erlendis frá og annaðist útgáfu mánaðarskýrslu á ensku um efnahag, viðskipti o. fl. í þágu erlendra stofnana, viðskipta- fyrirtækja og einstaklinga o. s. frv. Væri þannig unnt að koma á slíkri þjónustu nú, mætti jafnframt miða að því, að leggja grund- völl að víðtækari fréttamiðlun síðar til blaðanna, telji þau sér hag að, en hér er í rauninni, við nútíma skilyrði, sérstakt athug- unarefni, þar sem fullnægja yrði þörfum einstakra blaða með til- liti til þeirrar þróunar, sem gerð hefur verið að umtalsefni. Að síðustu: Hugmyndinni um stofnun Fréttastofu íslands ber að halda vakandi við forystu Blaðamannafélags fslands. 52

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.