Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 60

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 60
BÓKAðTGÁFAN ROKKUR Útgáfubækurnar 1968 voru: Ævintýri Islendings og aðrar sögur, verð kr. 240.00 ib., og Smalastúlkan og önnur œvintýri, kr. 135.00 ib. með mörgum myndum. UMSAGNIR: Öli er sú saga mannbætandi (Ævintýri íslendings). — Lestur þeirra (ævintýranna) leiðir fram í hugann minningu um aðra ævintýrabók — Andersens ævintýri —, sem faðir höf- undar, Steingrímur Thorsteinsson, íslenzkaði af mikilli snilld. Tungutakið er svo skylt, að ljóst má vera af hvaða brunni frá- sagnarsnilldar höfundur hefur drukkið í bernsku. Efast ég ekki um, að ævintýri þessi eigi eftir að verða mörgu barni ánægju- auki. (Steindór Steindórsson skólameistari í Heima er bezt) .... Ef ég væri beðinn að benda á eitthvert ævintýranna, er mér þætti öðrum betra, þá væri mér mikill vandi á höndum . . . Eftirminni- legust eru mér Litli gæsarunginn og Litli regndropinn. Þau eru bæði meitlaðar perlur. (Síra Sigurður Haukur Guðjónsson í Morg- unblaöinu) ... . Sumar sögurnar eru hreinustu perlur .... þau (ævintýrin) minna mjög á frásagnarlist föður höfundarins (Ingi- mar Jóhannesson fyrrv. fræðslufulltrúi í Tímanum) .... Hér (Smalastúlkan) eru eingöngu góð fræ .... Góð jólagjöf barni (Kristján frá Djúpalæk í Verkamanninum. Akureyri) .... Þætt- irnir Rósa og Móðurhjartað og Heim, er haustar, bera sálrænum skilningi og tjáningarleikini vitni (Jakob Ó. Pétursson í íslend- ingi) . . . . Ef gefa mætti bókinni (Ævintýri íslendings) einkunn með einu orði, mundi ég segja, að hún væri mannbætandi .... Ef nemendur mínir eiga ekki eftir að heyra ævintýri úr þessari bók (Smalastúlkan) endursögð er ég illa svikinn. (Sigurgeir Jóns- son í Jólablaöi Fylkis, Vestmannaeyjum). Útgáfubœkur 1966—1967: Horft inn í hreint hjarta og aörar sögur frá tímo\ fyrri heimsstyrjaldar, kr. 250.00. Börn dalanna og aðrar sveitasögur, kr. 260.00. Tilgreint verð bókanna án söluskatts. Bækurnar fást hjá bóksölum um land allt og einnig afgreiddar beint frá forlaginu hvert á land sem er, pantanda að kostnaðar- lausu. RÖKKUR - pósthólf 956 - Reykjavík

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.