Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 10

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 10
eru sett skýrari ákvæði en áður um valdsvið fiskræktarfélaga til að setja veiðireglur og um arðskipt- ingu í veiðifélögum. 5. Lög nr. 36/1937 um klaksjóð og lög nr. 27/1953 um breytingar á klaksjóðslögunum eru felld inn í frv. með breytingum. Þá er gert ráð fyrir, að ríkissjóður taki þátt í kostnaði við eftirlit með veiði or að ráðherra hafi vald til að skipa veiðieftirlitsmenn, sem kostaðii séu af félögum eða einstaklingum 6. I frv. eru nýmæli um fiskeldi m. a. um undanþágur til eldisstöðva fr ákvæðum frv. um veiðiaðferðir veiðitæki o. fl., um varúðarráðstaf anir, sem eldisstöðvum ber að við- hafa við vatnstöku úr veiðivatni og um styrkveitingar til klak- o eldisstöðva. 7. Nýr kafli er í frv. urn innflutnin'' á lifandi fiski og hrognum þeirra og um nauðsynlegar sóttvarnir t að koma í veg fyrir að næmir fisk- sjúkdómar berizt til landsins eða breiðist út innanlands í eldisstöðv- um eða í náttúrunni. Stærsti laxastigi heimsins. Stærsti laxastigi í heimi er nú í bygg- ingu í ánni Rana í Norður-Noregi. Hann er yfir 400 metrar á lengd og er lagður meðfram Reinsfossi. Eins og er neniur veiðin í á þessari um 1.000 kg. samtals árlega, en eftir 4—5 ár frá því að stiga- byggingunni er lokið, reikna menn með að hún eigi að geta numið 75.000 kg. árlega. Stærsti laxinn á sumrinu. Engin stórlaxamet voru sett þetta árið. Stærsti fiskur, sem vitað er að veiðzt hafi á stöng, var 33 pund. Ásgeir Kristj- ánsson frá Akureyri fékk liann í Kistu- hyl í Laxá í Aðaldal. Fiskur þessi var óvenjulega erfiður, á líklega metið í út- haldi, því það tók rúmar 5 klst. að ná honum á land. Hann stökk aldrei, strik- aði tvisvar niður fyrir Horn og síðan upp í hylinn aftur og þumbaðist þar mest af tímanum. Þess má geta, að talið er að annar mað- ur hafi sett í fiskinn daginn áður og misst hann eftir nokkra stund. Stundum er eins og feigum verði ekki forðað. Hreisturssýnishorn af laxinum leiddi í ljós að hann var 6 vetra gamall, liafði dvalið 3 ár í ánni og 3 ár í sjó. Kom í fyrsta sinn úr sjó aftur á þessu ári. Þetta var hængur, 118 cm. langur. 8 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.