Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 13

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 13
að fiskurinn hélt áfram að draga út línu. En liann hlaut að slíta þá og þeg- ar. Ég lét þó ekki hugfallast. Öll ráð skyldu reynd, sem að gagni mættu koma. Það er eitt af því versta, sem fyrir veiði- mann kemur, ef .hann getur ásakað sig um það eftir á, að hafa misst fisk fyrir klaufaskap eða tirræðaleysi. Mér datt í ltug að vaða út og reyna að losa lín- una með ífærunni. Ég dró því út ífær- una og óð af stað, en það kom fljótt í ljós að vatnið var of djúpt fyrir stig- vélin mín. En rykkirnir í línuna og þessir fáu snúningar, sem eftir voru á hjólinu, voru nægileg ástæða til þess, að láta sér slíkt ekki fyrir brjósti brenna. Ég beit því á jaxlinn og hélt áfram út í dýpið. Innan stundar voru stígvélin orðin full og ískalt vatnið náði mér upp undir hendur. Loks komst ég svo langt, að ég náði með ífærunni í nibb- una, sem línan var föst á. Ég rykkti í af heljarafli og ætlaði að slíta gróður- dræsuna ofan af steininum og losa þann- ig línuna. En það fór allt í handaskol- um, krókurinn á ífærunni lenti í stein- inum, hálfréttist upp og ég var nærri því hrokkinn aftur á bak á bólakaf í ána. Mér varð litið á hjólið um leið. Síðustu snúningarnir voru að renna út og nú! — fór hann með 150 metra af línu. Mig langaði mest til þess að setjast í ána og segja henni að fara þá með mig og allt saman, en ég sá á sömu stundu að þann rausnarskap átti hún ekki skilið af mér eins og á stóð. Ég buslaði því í land eins og hálfdauð önd, fór síðan úr stígvélunum, skilaði vatninu aftur í sinn gamla farveg, vatt sokka mína og buxur, kveikti mér í cigarettu og fór að hugleiða það sem gerzt hafði. Ég horfði raunamæddur á tómt iijólið. Þá datt mér allt í einu í hug að ég var með varalínu með mér. Það var bezt að setja hana á hjólið og reyna að nýju. Það tæk- ist varla svona hörmulega til í annað sinn sama daginn. Og nóg var af fisk- inum. Hann var á hreyfingu um allan hylinn. Því hafði ég veitt athygli þrátt fyrir allt, sem ég þurfti að hugsa um. En nú datt mér nýtt ráð í hug — að sönnu ekki frumlegt, því það hafði oft verið reynt áður, þótt ég hefði aldrei þurft þess fyrr. Var ekki reynandi að fiska upp línuna? Það mátti gera ráð fyrir að fiskurinn hefði lagzt þegar hann fann að átakið hætti. Það var auðvitað sjálf- sagt að reyna þetta. Ég tók stærsta öng- ulinn, sem ég hafði meðferðis, setti sökku á girnið og bjó mig undir að veiða mína eigin línu. Það yrði eflaust erfitt að kasta þessu með flugustönginni, en um annað var ekki að ræða. Ég hafði enga kaststöng. Um það leyti, sem ég var tilbúinn sá ég mann koma neðan með ánni. Ég gekk til móts við hann, og áður en ég hafði sagt honum nokkuð um ófarir mínar skýrði hann mér frá því, að hann hefði séð lax fljóta niður ána með kvið- inn upp. Ég sagði honum þá alla sög- una og bauðst hann til að veita mér alla þá aðstoð, sem hann mætti í té láta. Ég sá strax að sú aðstoð gæti orðið mér dýrmæt, því hann var með kaststöng, auk þess sem liann gat orðið mér að liði á annan hátt, ef ég yrði svo heppinn að ná upp línunni. Og ég var allt í einu orðinn svo bjartsýnn, að mér kom ekki annað til hugar en það mundi takast. Ég fékk nú stöng hans og fór að kasta Vfimmamjrinn 11

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.