Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Síða 16

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Síða 16
og ég hélt að hann ætlaði að hrista mig úr axlarliðnum. „Alveg mátulega til þess að fara með Timi til Rapa, kvennaevj- unnar. Þar er nógur fiskur — og fullt af fallegum stúlkum líka!“ Eg fór að fá áhuga fyrir ferðinni. Eg mundi eftir því, að James Norman Hall og Charles Nordhoff höfðu minnst á einhverja kvennaeyju, sem ætti að vera fyrir sunnan Tahiti, en ég tók það eins og hvert annað þvaður drukkinna perlu- kafara.En nú var skúta um það bil að leggja af stað til þessarar ævintýraeyjar, og veiði í boði. Ég athugaði kortin og siglingabækurn- ar yfir franska umráðasvæðið, og viti menn — það var til eyja, sem hét Rapa, 700 mílur suðuaustur af Tahiti. I Sailing Directions for the Pacific Islands er henn- ar getið stuttlega á þessa leið: „Rapa (Oparo), (27° 36 suður, 144° 17' vestur). Eyja þessi komst formlega undir franska vernd í marz 1881, en Vancouver fann hana 22. des. 1791.“ Ég athugaði fleiri bækur. Eyjan var lítil, um 15 mílur að þvermáli, umgirt sandrifum. Ég las um fjöllin og gömul virki, sem löngu gengnir ættflokkar höfðu reist til þess að verja hinar fögru kon- ur sínar fyrir ræningjum o. s. frv. Ég fann einnig síðustu manntalsskýrsluna. Þar voru íbúar Rapa taldir 481, og af þvf voru aðeins 32 karlmenn — -in. ö. ö. liðlega 15 konur á hvern karlmann! Þegar verzlunarskútan lagði af stað til Rapa var ég þar innanborðs. Ég hafði meðferðis bréf frá höfðingja á Tahiti til vinar hans, æðsta höfðingjans á Rapa. Ég þóttist því engu þurfa að kvíða, þegar ég stigi á land á Rapa, með beztu með- mæli, sem fáanleg voru, upp á vasann. Fyrsta morguninn sem við vorum í hafi, vék ég mér að Timi og spurði: „Segðu mér eitt Timi, hvernig stendur á því, að svona fáir karlmenn eru á Rapa?“ ’ „Það er vegna þess, að karlmenn það- an eru mjög góðir sjómenn,“ svaraði hann á. Tahitimáli. „Karlmennirnir á Rapa hafa vanizt á slæpingshátt síðustu áratugina vegna þess, hve kvenfólkinu hefur fjölgað mikið. Þær vinna öll störf- in á ökrunum og mennirnir hafa ekkert að gera annað en að veiða, leika sér á barkarbátum sínum, rabba saman og sofa. Og sökum þess, að þeir hafa svona góðan tíma til þess að stunda sjóinn, eru þeir orðnir beztu sjómennirnir á sunnanverðu Kyrrahafi, og skipstjórar á hnetu- og perluduggunum, sem koma til Tuamotu-eyjanna, norðaustur af Ta- hiti, hvetja unga menn frá Rapa til að koma til Tahiti og ráða sig sem háseta á skip þeirra. „Já, þær eru í svo. miklu karlmannahraki stúlkurnar á Rapa,“ sagði hann, „að um leið og þær sjá ó- kunnugan mann stíga á land, nema þær liann á brott.“ „Eru þær svona kræfar?“ tautaði ég og lét mér fréttina vel líka.“ En áður en við komumst til Rapa lentum við í skemmtilegri veiði, sem fékk okkur til að gleyma öllu öðru. Ég hafði lagt mig undir sóltjaldinu mið skips, eftir hádegisverðinn, en vaknaði skyndilega við gífurlegan hávaða í veiði- hjóli Timis. Hann var að þreyta ein- hvern stórfisk, sem lét mjög illa. Línan rann með feikna hraða út í hafið. Síð- an sá ég risavaxinn sverðfisk stökkva upp úr sjónum svo sem hálfa mílu burtu. Fiskurinn stakk sér, en kom að vörmu 14 Veiðimaðurin.n

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.