Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 20

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 20
Veiðisaga frá Neskaupstað. UNDANFARNAR vikur hefur verið mikil silungsgengd hér í firðinum með- fram fjörunum. Margir liafa farið á litl- um bátum og veitt dálítið á spón. Rvöld nokkurt fór kunningi minn á veiðar. Fékk sér lánaða trillu. Bauð konunni sinni og dóttur stálpaðri með í veiðiferðina, til þess að sjón yrði sögu ríkari um hvernig veiðiskapurinn fer fram. Nú ber lítið til tíðinda. Veiðimað- urinn siglir með hægri ferð meðfram öll- um ströndum og hefur spóninn úti, en fær ekki viðbragð. Veiðiáhugi og athygli það, að ég fékk meðmælabréf frá höfð- ingjanum á Tahiti.“ Þá var eins og ljós rynni upp fyrir Timi og hann fór að skellihlægja. „Þá skil ég, hvernig í öllu liggur,“ sagði hann. „Ffvenær sem hvítur maður segir frá því að hann ætli til Rapa, skrif- ar höfðinginn bréf með honum. Þetta bréf er alltaf eins — og veiztu hvað stend- ur í því?“ Ég starði á hann undrandi. „Bréfið hljóðar þannig: „Þessi hvíti maður er trúboði. Ef stúlkurnar hegða sér ekki vel, sendum við tafarlaust fleiri trúboða til eyjarinnar." Þýtt úr Spoxls Afield. smá dofna því lengur sem dorgað er. Allt í einu kengbognar stöngin og stærð- ar fiskur er á, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Kunningi minn tekst allur á loft af áhuga og ánægju, að geta nú einu sinni sýnt frúnni að hann er engin fiskifæla. Hann hægir á vélinni og setur á hæga ferð aftur á bak. Síðan fer hann að athuga stöngina. Tekur hana upp og ber siff falleaia í réttum stillingum. 40 til 50 metrum aftan við bátinn sér frúin stærðar veiðibjöllu, sem hagar sér einkennilega á sjónum, og hefur hún orð á því við bónda sinn. Hann fer þá að gruna margt. Það skyldi þá ekki vera að andskotans veiðibjallan hafi fest sig á króknum. Og reyndar ber ekki á öðru en að svo sé. Kunningja mínum verður svo mikið um þetta, að hann slakar á færinu. En hvað haldið þið að fuglinn geri þá. Hann gerir sér lítið fyrir og flýgur upp í loftið og beint upp yfir þá, sem í bátnum eru. Þá er þannig kom- ið, að veiðibjallan er á öðrum enda fær- isins 40—50 metra uppi í loftinu, en vin- ur minn er á hinum endanum niðri í bátnum. Þessari viðureign lauk þannig, að veiðibjallan sleit sig af króknum og flaug sína leið. Vinur minn varð frekar undirleitur og frúin sneri sér undan og telpan líka. Þessi veiðisaga er sönn, og ef þér vilj- ið birta hana í Veiðimanninum, þá er okkur það meinlaust. Neskaupstað 11. júlí 1955. Með virðingu og vinsemd. Jón S. Sigurðssoti. 18 VeU)TMACURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.