Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Qupperneq 21

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Qupperneq 21
Listræn fluguhnýting. ÝMSIR veiðimenn dunda við að hnýta flugur sér til gamans — og raunar líka til gagns, því vitanlega nota þeir þær til að veiða á þær. Við, sem ekki kunn- um þessa list, berum mikla virðingu fyrir fingrafimi þessara áhugamanna, en þó alveg sérstaklega fyrir þolinmæði þeirra. Við munum flestir vera á einu máli um það, að ein mesta skemmtan, sem okkur hlotnist í þessum „harmanna heimi“ sé sú, að veiða lax á flugu, en þeir sem gert hafa flugur sínar sjálfir hljóta að fá einhvern aukakipp í hjartað þegar laxinn tekur þær — að ógleymdri ánægj- unni af að segja frá því á eftir! En það er einnig til að menn hnýti flugur, sem ekki eru ætlaðar til að veiða með. Hnýtingin sjálf getur orðið „liobby“, án tillits til gagnseminnar. Eða munduð þið treysta ykkur að halda fiski á fluguna, sem myndin hérna er af? Hún er víst heldur ekki ætluð til þess. Kona heitir Helen Shaw (mun þó ekk- ert vera skyld skáldinu fræga). Hún er af fróðum mönnum talin einn mesti snillingur vorra daga í þessari grein. Minnstu flugur, sem hún hefur hnýtt, munu vera heimsmetið í smæð. Sú sem myndin hér er af, er Royal Coaclnnan, öngulstærð nr. 40. Litla myndin uppi í horninu er hin rétta stærð flugunnar. Hún er minni en náttúrleg mýfluga. Hin er stækkuð fjórum sinnum. Búkur- inn er lítið eða ekkert stærri en tóbaks- hnoðrarnir í cigarettunni, sem flugunni er krækt í. Fluga þessi var linýtt fyrir sýningu, sem haldin var í Chicago árið 1939. Öngullinn var þá einn af þeim þremur minnstu, sem vitað var um í heiminum. Hann er of lítill til þess að hægt sé að gera á hann auga. Mesti vandinn við að hnýta svona litla flugu er að finna efni af hæfilegum stærð- um. Páfuglsfönin sem notuð var (til þess að vefja búkinn) var tekin úr minnstu stélfjöður, sem fáanleg var, og bindiþráð- urinn fékkst með því, að kljúfa fínasta silkiþráð í þrjá þætti. Einn þáttur var næstum of grófur fyrir þessa iirsmáu Veiðimaðurinn 19

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.