Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Side 22

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Side 22
Smækkandi lax. ÁRIÐ 1954 birtist eftirfarancli klausa í dönsku dagblaði. Hún gæti einnig verið hugleiðingarefni fyrir ýmsa hér á landi: ,,Hefðu atvinnuveiðimenn hlustað A þær raddir, sem sögðu þeim fyrir 4—5 árum, að laxastofninn þyldi ekki hina gegndarlausu veiði í Eystrasalti, mundu tekjur þeirra vera mun hærri nú en raun ber vitni. Niðurstöðurnar af veiði- tilraunum rannsóknarskipsins „Jens Vævers“ sýna að lágmarkinu er um það bil náð. Frá 1949—1953 hefur fiskurinn farið smækkandi sem hér segir: 1948- 49 ...... 96 cm. meðalþyngd 1949- 50 ...... 86 - --- 1950- 51 ...... 83 - --- 1951- 52 ...... 80 - --- 1952- 53 ...... 74 - — Vér gerum ráð fyrir að tölurnar tali sjálfar nægilega skýrt sínu máli.“ flugu. Marga fasanahnakka þurfti að rannsaka, áður en nógu smáar ,,tippet“- agnir fundust, en tvær slíkar voru notaðar í stélið. Vængurinn er tvöfaldur og hvor hlutinn gerður úr aðeins þremur fönum úr flugfjöður af hvítri gæs. Öngullinn er of lítill til þess að hægt sé að hafa á honnm auga, eins og áðnr var sagt, og þess vegna var notaður gullvír, sem fest- ur var við hann áður en flugan var hnýtt. Ungfrú Shaw ætlar næst að reyna að bæta met sitt og hnýta nr. 60. Einhver mun nú líklega segja, að ekki sé öll vitleysan eins! Hrygnir á þurru. ÞRÓUNARSAGAN segir oss, að allt líf sé upp- runnið í vatni eða sjó og að ailar lífverur á láði og í lofti eigi att sína að rekja til lagardvra aftnr í forneskjn. Allmargar lífvernr, sem að jafnaði liafast við á þurrn landi, eru þó enn ekki með öllu úr tengslum við vatnið og bregða sér þangað til lengri eða skemmri dval- ar, og sum ala þar afkvæmi sín eða verpa þar eggjurn sínum. Af þessari ástæðu er það mjög undarlegt, og virðist stinga í stúf við lögmál náttúr- unnar, að fiskur einn, sem yfirleitt getur ekki lifað nema í vatni, svo sem fiskum er eiginlegt, bregður sér á þurrt til þess að hrygna. Hann á heima í Suður- Ameríku og er kallaður sprautukarpi. Hann er nijög víða hafður í vatnsbúrum og garðtjömum og verður í hæsta lagi 8 sentimetra langur. Þegar að hrygn- ingunni líður leita lijónin sér að einhverri plöntu, sem vex þannig, að blöð hennar eru rétt yfir vatnsborðinu. Þau leggjast þar undir hlið við hlið og stökkva síðan allt í einu upp úr vatninu á blaðið. Þar losar hrygnan sig við eggin og hæng- urinn frjóvgar þau um leið. Síðan leggst hann fyrir neðan plöntuna og eys upp vatninu viðstöðu- laust með sporðinum. Til allrar hamingju fvrir hann eru eggin aðeins 30 tíma að klekjast út. Leiðrétting. í síðasta hefti hefur slæðst slæm villa inn í veiði- skýrsluna frá Laxá í Aðaldal. Línubrengl hefur orðið á tölunum yfir veiðina í Fosshyl og Brúar- streng. M. ö. o. það veiddust 7 laxar í Brúarstreng, en 65 í Fosshyl. Þetta eru lesendur vinsamlega beðnir að athuga og afsaka. Jón bóndi á Laxamýri fyrirgefur þetta vonandi líka, einkanlega af því að báðir veiðistaðirnir eru í hans landi. Ritstj. 20 Vktdimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.