Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Side 23

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Side 23
Maðurinn sem varð að fiski EITT a£ því, sem menn hafa gaman af að velta fyrir sér í sambandi við veiði- skap, er það, hvað langt sé síðan fyrst var farið að veiða á stöng. Þeir sem mest hafa i þessu grúskað, telja nokkurn veginn víst að íþrótt þessi hafi verið iðkuð um árþús- undir. Sé það rétt ætti ekki að vera óleyfilegt að álykta að forfeður okkar íslendinga hafi fengist við fluguveiðar, eins og nokkur rök voru færð að í grein, sem ég ritaði um það efni í 30. hefti Veiðimannsins. í bók, sem heitir Fresh Water Fishing, eftir Arthur H. Carhart, og konr út árið 1949, heldur höfundurinn því fram, að bræðrafélag veiðimanna sé miklu eldra en skráðar heimildir af nokkru tagi. A veggjum í hellum í Frakklandi séu myndir af veiðiskap, sem fræðimenn telji 50 þúsund ára garnlar. Þá kváðu einnig vera til veggmyndir frá tímum 12. konungsættarinnar egypsku, 2000—3500 f. Kr., sem sýna veiðimenn með sex feta langar stengur og álíka langar linur. Hann segir einnig að um 1300 f. Kr. hafi Egyptar verið búnir að finna upp stengur, hjól og veiðikörfur, ótrúlega líkar sams konar tækjum, sem notuð hafi verið þangað til fyrir nokkrum liundruðum ára. í kínverskum heimildum frá því um 1500 f. Kr. er sagt frá manni að nafni Fan Li, sem fengist hafi við fiskklak — og er hann sennilega fyrsti fiskræktarmaður- inn, sem sögur fara af. t öðru riti er talað um stangveiði í Kína árið 1122 f. Kr. Saga sú, sem hér fer á eftir, er rituð á fyrri hluta 9. aldar e. Kr., en þá er stangveiði orðin útbreidd íþrótt í Kína fyrir löngu, eins og að framan getur. Þar sem telja má að saga þessi hafi nokkra sérstöðu í veiðibókmenntunum, þótti mér rétt að gefa íslenzkum veiðimönnum kost á að kynnast þessari tegund kínverksr- ar kýmni, því sennilega liafa fæstir þeirra lesið hana í hinni ensku þýðingu Lin Yutans. Ritstj. SHAY var maður á fertugsaldri, deild- arstjóri á fógetaskrifstofunni í Chincheng í Szechuenfylki. Fógetinn hét Tsou og starfsbræður hans voru tveir aðstoðar- fógetar, Lei og Pei. Haustið 758 veikt- ist Shay skyndilega mjög illa. Hann fékk háan hita og ástvinir hans leituðu til margra lækna, en allt kom fyrir ekki. Á sjöunda degi missti hann meðvitund og lá þannig í marga daga. Vinir hans og fjölskylda liugðu honum vart líf. Fyrstu dagana þjáðist hann af þorsta, og meðan hann gat beðið um vatn, drakk hann ósköpin öll, en undir það síðasta var hann í algeru dái og gat ekkert nærst. Hann svaf þangað til á tuttugasta degi, en þá geispaði hann allt í einu og settist upp. „Hvað lief ég sofið lengi?“ spurði hann konu sína. „Nálægt þrern vikum.“ „Já, ég get vel trúað því. Viltu fara og segja starfsbræðrum mínum að mér sé batnað. 1 aktu svo eftir, hvort þeir eru að borða karpastöppu. Sé svo verða þeir að hætta samstundis. Ég þarf að segja þeim dálítið. Láttu svo Chang þjón koma hingað, því að ég þarf að tala við hann líka.“ Þjónn var sendur til fógetaskrifstof- unnar. Þegar hann kom þangað voru starfsmennirnir að borða miðdegisverð, Vl'.roiMAÐUKINN 21

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.