Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Qupperneq 25

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Qupperneq 25
getur orðið fiskur alla þína ævi, ef þig langar til. A ég að koma þessu í kring fyrir þig?“ „Mér þætti ákaflega vænt um, ef þú vildir vera svo góður. Já — ég lieiti Sliay Wei, deildarstjóri í borgarskrifstofunni. Segðu mönnum þínurn að ég sé fús til að skipta við livern þeirra sem vilji, að- eins ef ég megi synda, synda og synda!“ Fiskurinn fór, en kom brátt aftur með mann, sem hafði höfuð eins og fiskur og i'eið á waiua — en það er, eins og þið vitið, ferfætt skepna, sem lifir í vatni, en getur klifrað upp tré, og þegar hún er. handsömuð eða drepin, rekur hún upp hljóð, sem líkist barnsgráti. Maður- inn með fiskhöfuðið liafði frítt föruneyti af fjölmörgum fisktegundum og hann las mér boð árguðsins. Og þið getið reitt ykkur á, að það var ritað á frábæru máli. Það hljóðaði þannig: Maðurinn, sem er lífvera fædd á þurru landi, hefur aðrar venjur en íbúar vatns- ins. Meðan rnynd hans og sköpulag breyt- ist ekki, er viðbjóðslegt að sjá tilburði hans í vatni. Shay Wei deildarstjóri er djúpvitur maður, sem leitar hvíldar og hugsvölunar í frjálsu lífi. Hann er óá- nægður og uppgefinn á tilbrevtingarlaus- um skrifstofustörfum. Hann þráir sval- köld djúp blárra vatna og fljóta, frelsi og ótakmarkaðan tíma til íþróttaiðkana í \atnaheimkynnum vorum. Bæn hans um upptöku í hinn hreistraða ættflokk er hérmeð heyrð. Hann skal verða brúnn karpi og eiga að jafnaði heimkynni í Austurvatni. En sjá, margar eru þær freistingar og snörur, sem verða á vegi þeirra, er vötn og ár byggja. Sumir ráð- ast á báta í grimmdaræði, og sumir, sem skortir nægilega reynslu og sjálfstjórn, eru veiddir og flekaðir í hinar margvís- legu tálsnörur mannsins. Það sannast hvergi betur en í heimi vatnsins, að var- úð er bezta tryggingin fyrir löngu lífi. Megi hegðan þín verða viturleg og virðu- leg, svo að þú verðir samboðinn þeirn ættstofni, sem nú veitir þér. þann heið- ur, að taka þig í sína tölu. Vertu góður fiskur!“ Meðan ég var að hlusta á fyrirmælin fann ég að ég var að breytast í fisk og lík- ami minn varð alþakinn fagurglitrandi hreistri. I sjöunda himni yfir umbreyt- ingunni synti ég virðulega og alveg fyrir- hafnarlaust, renndi mér upp í yfirborðið og stakk mér niður á botn eftir vild, aðeins með því að hreyfa uggana örlítið. Ég hélt niður ána, skoðaði livern krók og kima við bakkana og alla læki og sprænur, sem í hana renna, en ég fór alltaf upp í vatnið aftur á kvöldin. En svo var það einn daginn, að ég var ákaflega hungraður, en fann ekkert æti- legt. Ég sá Chao Kao vera að kasta á bakkanum og bíða eftir að ég tæki. Maðkurinn var svo freistandi, að það kom vatn í tálknin á mér. Ég vissi mæta- vel að þarna var stór hætta á ferðum, enda liafði ég varast að korna nálægt henni, en þarna var einmitt það sem mig langaði í, og ég gat ekki hugsað mér að til væri gómsætari biti en þetta. En ég minntist aðvörunarorðanna, sneri mér frá með miklum viljaþrótti og synti burtu. En hungrið hélt áfram að naga mig innan og ég stóðst ekki mátið. Ég sagði við sjálfan mig: „Ég þekki Chao Iíao og hann þekkir mig. Hann mundi aldrei 2!? VkM)IMA«1!RI\.\

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.