Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Síða 36

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Síða 36
um stund og færir sig ekki á nýjan stað. Samt lauk svo, að hann sá að annað livort var að duga eða drepast, því hinir vönu veiðimenn stjökuðu konunni og krökkunum sífellt til hliðar. Gaf hann nú Kóp eitt af lúnum áður nefndu leynimerkjum og þá var ekki að sökum að spyrja. Tók nú Kópur að gelta sem ákafast. En það er náttúra allra veiðimanna, að vilja liafa hljótt um sig við veiðarnar. Telja þeir að fiskurinn fælist allan hávaða sem önnur veiðidýr. Tóku þeir nti að liasta á Kóp og skamrna hann sem ákafast. En því meiri skammir sem Kópur fékk því liærra gó liann. Tóku nú veiðimenn að kasta í hann sandi eða ota til hans stangarenda. En Kobbi brá sér snarlega undan til ann- ar hvorrar hliðar og festu óvinir lians hvergi járn á honum. Sá grái launaði þetta með því að taka sprettinn, ef ein- liver þessara náunga kastaði út spæni eða maðki, og elta beituna langt út í á og flæma náttúrlega hvern fisk frá við- komandi nianni. Ef svo einhver slysaðist til þess að fá fisk á færi sitt var Kópur vís til þess að vera kominn hlaupandi og verða á undan eiganda veiðinnar að taka á móti lienni. Gat þá brugðið til beggja handa hvort veiðimaðurinn næði fengnum. Fór nú svo að lokum, eins og oft \ ill verða, að sá vægir sem vitið hef- ur meira, og fóru menn því að smá tínast burtu af þessum stað og leita annars staðar fyrir sér. En Kópur sótti því ákafar á, og Steinþór stóð sem fast- ast. Var nú Steinþór ekki í ólíkri aðstöðu og Böðvar Iijarki forðum, er hann sat við seiðinn og sendi dýr eitt í orustuna, móti ofurefli liðs, og leit út fyrir glæsi- legan sigur. En þar sem Steinþór er meiri gæfumaður en Böðvar var, oar en«- o 7 o o inn til þess að ónáða hann við „seiðinn“, þá vann hann glæsilegan sigur í þessari viðureign, og stuggaði Kópur öllum keppinautum hans á hinn smánarlegasta flótta og sat liann nú einn að krásinni. }á, nú var hann frjáls. Hversu dá- samlegt er frelsið, ef við kunnum að meta það! Það streymdi nú út í hverja æð Steinþórs, smaug út í hverja taug. Nú réð hann alveg sjálfur hvar hann stóð. Hann óð út í ána, kastaði út beit- unni og stóð þar hreyfingarlaus eins og tíbetskur jóki, og hélt í annan enda færisins, en á hinum endanum var hið óvænta. Já, það heillar margan — þetta óþekkta. Hvað yrði um öll happdrættin, et það væri ekki óvissan, sem heillaði? Margur leggur aleiguna í sölurnar. Myndi veiðiskapurinn hafa slíkt aðdrátt- arafl sem hann hefur, ef veiðimennirnir gætu átt það víst að fá vissa tölu af fiski á ákveðnum tíma? Tíminn leið og Steinþór varð ekki var. Loks rann upp óskastundin, þegar orðið var áliðið dags. Kitlandi hreyfing læsti sig leiftursnöggt upp eftir línunni, eftir stönginn og upp í líkama Steinþórs. Hann varð gagntekinn af fögnuði, dró djúpt andann og teygaði að sér ferskt loftið. Hann óð með gætni til lands. Kópur lá nti fram á lappir sínar og rót- aðist hvergi, heldur horfði með spekings- s\ip á aðfarirnar. Þetta var nokkuð stór fiskur. Hann tók fáein falleg stökk upp úr vatninu, í von um að losna við fjanda þann, er kræktur var í munnviki lians. En Steinþór gaf jafnan eftir á línunni, með æfðri hendi fagmannsins. Að lok- um varð fiskurinn að láta í minni pok- ann oö' var dremnn örmagna á land. o o o 34 Vl'.IDI M ADIJRIN \

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.