Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 38

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 38
Norsk veiðisaga. ,,Pannefisk“. S.L. ár efndi norska veiðiritið Fiske- sport. til samkeppni um beztu veiðisög- una og var verðlaunum lieitið. Ekki varð uppskeran þó ríkuleg. Alls bárust rit- inu 9 sögur, og þótti aðeins ein þeirra verðlaunahæf. Nefndi höfundurinn hana Pannefisk, og er hún á þessa leið: Oslófjörðurinn var spegilfagur í sól- skininu þennan sunnudagsmorgunn, og veiðimennirnir höfðu rifið sig upp fyrir allar aldir og komið sér fyrir á kænum sínum úti á miðunum umhverfis Bygdöy. Meðal veiðimannanna voru tveir öld- ungar á lítilli skektu. Þeir sátu ekki í bátnum, heldur lágu þeir aftur á bak hvor í sínum enda, höfðu brugðið lín- nnni utanum fingur sér og steinsváfu. í bátnum var prímus, kaffiáliöld, steikar- panna og sprittflaska. Morgunhressingin og síðar hitinn höfðu svifið fullmikið á þá gömlu, enda lieyrðusut hrotur þeirra langa vegu. Gárungi nokkur, sem þekkti karlana, reri fram hjá þeim og Iteyrði hroturnar. Honum datt strax í hug að þarna væri gullið tækifæri til þess að gera eitthvað að gamni sínu og réri því hljóðlega upp að skektunni. Hann dró upp línu annars þeirra mjög gætilega, tók steikarpönn- una úr bátnum og batt hana við línuna. Síðan lét hann hvorttveggja síga í djúp- ið með sömu aðgæzlu og áður. Að því búnu réri hann spölkorn burtu og fór að veiða sjáffur. Skönnnu síðar fóru vélbátar að tín- ast á íullri ferð út fjörðinn, en það hafði gárunginn einmitt haft í huga. Við boða- föllin frá bátunum fór kæna karlanna að rugga, og annar þeirra vaknaði við það, að kippt var rösklega í færið hans, og þá færðist ffjótt fíf í hann. Hann dró inn eins hratt og hann gat. Steikarpann- an var enginn stórfiskur, en hún rykkti í og hentist sitt á hvað í sjónum þegar hraðinn jókst á færinu. Karlinn þóttist því viss að liann væri með væna fúðu. En svipurinn á honum þegar hann dró pönnuna upp á borðstokkinn! Fyrst var undrunin svo mikil, að hann kom ekki upp nokkru orði. Augun hvörfluðu þang- að sem pannan hafði legið í bátnum. Þar var engin panna. En þegar hann liafði gengið úr skugga um það, brauzt reiðin út. Hann skrönglaðist á fjórum fótum með pönnuna eins hratt og hann komst yfir til félaga síns, barði hann með henni af öllu afli og dembdi yfir hann skömm- unum. Aumingja gamli maðurinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann var óvanur því að vera vakinn á þennan hátt, og þegar ekkert lát varð á höggunum og formælingunum fann hann enga skýr- ingu sennilegri en þá, að félagi sinn væri orðinn brjálaður. Hann hrópaði því á lijálp í angist sinni, og nú þótti gárung- anum nóg komið af því góða. Hann réri því til karlanna, en varð að taka á öllu sem hann átti til, áður en honunt tókst að skilja þá. Og oft þurftu þeir að súpa á pelanum áður en þeir komust í jafn- vægi og gárunginn þorði loks að skýra þeim frá leyndardómnum um pönnuna og yfirgefa þá. 3G Veioimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.