Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Qupperneq 39

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Qupperneq 39
Vildi vera einn um hituna. MAÐUR nokkur, sem um langt skeið hefur stundað veiðar í á einni á Suðurlandi, var eintt sinni sem oftar að dorga á einhverjum bezta veiðistaðnum í ánni. Bar þá að tvo menn, sem einnig höfðu keypt sér þar leyfi, en voru ókunn- ugir öllum aðstæðum. Þeir gáfu sig því á tal við þann, sem fyrir var og þekkti ána eins og rúmið sitt, og spurðu hann, hvar bezt væri að reyna. Botninn þarna er yfirleitt sléttur og engin hælta á festum. Ain er einnig mjög lygn. Af þessum ástæðum hafa menn fundið upp það snjallræði, að leggja stönginni, þ. e. kasta út beitunni með dáh'tilli sökku og láta hana síðan reka unz hún leggst á botninn. Þeir skorða svo stöngina á bakk- anum, eða leggja hana þar, og Itíða síðan rólegir Jrangað til hreyfing kemur á línuna! Upp á síð- kastið eru sumir farnir að nota kúlur. Þegar kúlan fer að hreyfast eða marr heyrist í hjólinu bregða þeir við, taka stöngina og hjóla inn, og er þá oftast fiskur fastur á. Veiðimaðurinn, sem áður getur, hafði lagt stöng sinni þegar hinir komu. Spumingu þeirra svaraði hann á þá leið, að hér fengist yfirleitt aldrei fiskur og ef eitthvert kvikindi kæmi á, væri það venjulega svo smátt, að menn fleygðu því oftast út í aftur. Ástæðan fyrir því að hann væri að dorga hérna væri sú, að hann væri orðinn svo stirður til gangs, að hann treysti sér ekki til að fara lengra eða veiða þar sem aðstæður væru erfiðari. Hann hefði gaman af að dunda við þetta og veiðin væri algert aukaatriði fyrir sig. En fyrir fullfríska menn, sem vildu fá einhverja veiði, væri ekkert vit að hanga hér. Meðan hann var að útmála þetta fyrir þeim, tók hann undir sinn handlegginn á hvorum og reyndi, svo lítð bar á, að leiða þá frá bakkanum í áttina að bílnum. En eigi hafði honum tekizt að lokka þá langt þegar marr heyrðist í hjólinu, stangartoppurinn fór að titra og línan þaut út. Kom þá fát á þann gamla, hann hætti að leiða þá, en ýtti í þess stað á bakið á þeinr og rak þá þannig á undan sér að bílnum. Þegar þangað var komið opnaði hann hurðina og hvatti þá til Þessi íiskur, sem er 2 pd. regnbogasilungur, var merkilegur fyrir það, að hann var tvimynntur, og gat etið með báðutn. Hann veiddist i Vtali i Bandarikjunum. að flýta sér eitthvað annað og þakkaði þeim kær- lega fyrir komuna, en endurtók, að hingað þýddi ekki að verða að ómaka sig. Að svo búnu hljóp hann aftur til baka, og var ekki að sjá að hann ætti erfitt með gang þá stundina. Þegar hann tók upp stöngina, sýndist þeim hún svigna svo rnikið, að þeir töldu ólíklegt að hann mundi skila ánni aftur þeim fiski, sem þá var á. MARGIR VEIÐIMENN VESTAN HAFS. Deild sú í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna, sem gefur út veiðileyfi, hefur tilkynnt, að árið 1954 hafi rúmlega 32 millj. manna verið veitt leyfi til veiða í ám og vötnum þar í landi, og er það nýtt met. Stangarveiðar eru vinsælasta útiíþróttin, enda má stunda hana árið um kring í flestum fylkjum Bandaríkjanna. Rúmlega 14 millj. manna sóttu um leyfi til dýraveiða. Veiðimaðurinn 37

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.