Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 6.október 2022 FRÉTTIR Innflutningur á matvælum hefur aukist – Fæðuöryggi er ein forsenda þjóðaröryggis Innflutningur á matvælum hefur aukist talsvert á síðasta áratug. Mikið er flutt inn af grænmeti og ávöxtum og nánast öll kornvara er innflutt. Auk þess sem innflutningur á kjötvörum, eggjum og mjólkurvörum hefur aukist. Ekki er til neitt opinbert yfirlit yfir matvælabirgðir í landinu. Í nýútkominni skýrslu starfs­ hóps forsætisráðuneytisins um neyðarbirgðir á hættustund eða þegar neyðarstigi almannavarna er lýst yfir segir í þriðja kafla sem fjallar um matvæli, áburð, korn og nauðsynjar. „Fæðuöryggi er ein af forsendum þess að hægt sé að tryggja lífsafkomu þjóðar á hættustundu. [. . .] Fæðuöryggi á Íslandi er háð innflutningi matvæla, innlendri matvælaframleiðslu og aðföngum hennar.“ Í vinnu sinni bar starfs­ hópnum að hafa hliðsjón af þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland að mati þjóðaröryggisráðs, horfur í þjóðaröryggismálum, stefnu í almannavarna­ og öryggismálum auk annarra atriða sem snerta öryggi þjóðarinnar. Fimm vöruflokkar mikilvægastir Starfshópurinn lagði til grundvallar að fimm eftirtalinna vara og vöruflokka þyrftu að vera tiltækir til að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á hættustundu. Matvæli og nauðsynleg aðföng vegna matvælaframleiðslu, jarðefniseldsneyti, lyf, lækningar­ tæki og hlífðarbúnaður, viðhalds­ hlutir og þjónusta vegna mikil­ vægra innviða samfélagsins eins og fyrir rafmagn, fjarskipti, veitna, samgagna, neyðar­ og viðbragðsþjónustu og mannvirkja og veitna svo og hreinlætis­ og sæfivörur. Framboð matvæla og fæðuöryggi Í skýrslunni segir að: „Fæðuöryggi er ein af forsendum þess að hægt sé að tryggja lífsafkomu þjóðar á hættustundu.“ Fæðuöryggi er skilgreint að þegar allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi. Innlend matvælaframleiðsla byggir á landbúnaði, fiskveiðum og fiskeldi en í skýrslunni segir að jafnframt sé hún mjög háð innflutningi aðfanga svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru, áburðar og umbúða ásamt ýmsum vél­ og tækjabúnaði. Í skýrslu Norrænu ráðherra­ nefndarinnar frá 2022 er innlend matvælaframleiðsla Íslands metin 53% af neyslu landsmanna. Íslendingar framleiða nær allt kjöt, fisk og mjólk sjálfir en aðeins 10% af grænmeti og ávöxtum og ekki nema 1% af kornvörum. Við framleiðum aftur á móti mun meira en sem nemur okkar þörfum af fiski. Samkvæmt annarri og nýrri skýrslu ráðherranefndarinnar um viðnámsþrótt matvælakerfa á Norðurlöndum er hann metinn nokkuð góður til skemmri tíma litið, en mun síðri til lengri tíma. Hvatt er til aukins samstarfs Norðurlandanna til að breyta þeirri stöðu. Aukin áhersla væri á innlenda orkugjafa Landbúnaðarháskóli Íslands gerði á síðasta ári úttekt á fæðuöryggi Íslands í ljósi fyrirkomulags matvælaframleiðslu á landinu. Þar kemur fram að með viðeigandi ráðstöfunum varðandi birgðahald á aðföngum væri hægt að tryggja að mest af innlendri fæðuframleiðslu héldi áfram í einhver misseri eða jafnvel nokkur ár, háð framleiðslugreinum. Einnig að hægt sé að vinna að aukinni sjálfbærni í fæðuframleiðslu til lengri tíma. Umfangsmesti þátturinn hvað það varðar eru orkuskipti þar sem aukin áhersla væri á innlenda orkugjafa á kostnað innflutts jarðefnaeldsneytis. Sömuleiðis að hægt sé að draga úr þörf á innflutningi tilbúins áburðar með aukinni endurnýtingu næringarefna bæði frá heimilum og fyrirtækjum. Mikil innflutningar á mat Innflutningur á matvælum hefur aukist talsvert á síðasta áratug. Mikið er flutt inn af grænmeti og ávöxtum og nánast öll kornvara er flutt inn. Auk þess sem innflutningur á kjötvörum, eggjum og mjólkurvörum hefur aukist. Í skýrslu LbhÍ segir: „Stór hluti fæðuframboðs á Íslandi er innflutt fæða. Nánast öll kornvara og ávextir er innflutt og stór hluti grænmetis. Hins vegar er innflutningur á kjöti og fiski fyrir innlendan markað hlutfallslega lítill. Þá er flutt inn mikið magn af unnum matvælum.“ Birgðastaða í landinu Ekki eru nein gildandi stjórnvalds­ fyrirmæli um lágmarks birgðir matvæla eða aðfanga til matvæla­ framleiðslu í landinu. Opinbert yfirlit um þær er ekki til staðar, nema hvað varðar birgðir innlendra kjötframleiðenda sem birtar eru á mælaborði landbúnaðarins. Bent er á að verulegar matvæla­ birgðir séu fólgnar í lifandi búfé. Einnig eru á hverjum tíma einhverjar birgðir af matvælum hjá framleiðendum, afurða­ stöðvum, innflytjendum, verslunum og neytendum. Áhættumat og viðbrögð Í skýrslunni er lagt til að skipulögð verði vinna við áhættugreiningar fyrir einstaka atburði sem snögglega geta leitt til ójafnvægis í fæðukerfi og framboðskeðjum eins og stríðsógnir, heimsfaraldrar og náttúruvár. Viðbragðsáætlanir vegna alvarlegra raskana og eða neyðar­ ástands í samfélaginu sem snerta fæðuöryggi geta meðal annar snúist um úthlutun úr neyðarbirgðum og forgang á vöru eða þjónustu. Skilgreina þarf alvarleikastig með tilliti til fæðuöryggis á sambærilegan hátt og tíðkast um aðra þætti almannavarna: óvissustig, hættustig, neyðarstig. Starfshópurinn leggur því til að hafin verði vinna við frekari útfærslu á viðeigandi viðbrögðum við hugsanlegu hættuástandi. /VH Matvæli og aðföng vegna matvælaframleiðslu hluti af neyðarbirgðahaldi. Mynd / Odd Stefan Verulegar matvælabirgðir eru fólgnar lifandi búfé. Mynd/Bbl Múlaþing: Heimasmíðuð girðingavinda Girðingavinda sem fjarlægir gamlar girðingar með auðveldu móti. Heimasmíðuð uppfinning Hjartar Friðrikssonar í Skóghlíð. Mynd / Aðsend Hjörtur Hlíðar Friðriksson, bóndi í Skóghlíð í Hróarstungu, tók nýverið í notkun sérstaka vél til að hreinsa upp gamlar girðingar. Tækið smíðaði hann sjálfur frá grunni fyrir tveimur árum og hafa tilraunir sýnt góða virkni. Hjörtur líkir virkni vélarinnar við afrúllara sem settur er á ámoksturstæki. Á henni er glussamótor úr pökkunarvél sem snýr kefli. Vélinni er hægt að beita frá báðum hliðum, eftir því sem hentar hvoru sinni. Notandinn keyrir svo dráttarvélina meðfram girðingunni og vindur hana upp. Mjög auðvelt er að losa járnaruslið af keflinu með því að losa endann á keflinu. Þá er hægt að beita ámoksturstækjunum til að hrista vírana af. Girðingin er dregin í gegnum rauf milli tveggja stálprófíla sem leysir alla staura frá. Þar með er hægur leikur að aðgreina sorpið í viðeigandi flokka þegar því er skilað til endurvinnslu. Hjörtur hefur ekki mælt nákvæmlega hver afköst vélarinnar eru, en reiknar með að geta hreinsað upp einn kílómetra af girðingu á klukkustund ef landið er sæmilega gott yfirferðar. /ÁL Grænmeti: Bændur prófuðu nýjungar Skrautrófur, íslenskt kóralkál, regnbogasalat og blaðkál voru á meðal tegunda sem bændur prófuðu sig áfram með í sölu á Bændamarkaði Krónunnar í septembermánuði. Yfir 60 tonn af fersku ópökkuðu íslensku grænmeti seldust á þessum árstíðabundna markaði í september – umbúðalaust. „Þetta er sjötta haustið sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn og viðtökurnar afar góðar. Fólk er að venjast því að sjá gulræturnar með grasinu á. Þá selst blátt og appelsínugult blómkál fljótt upp og íslenskt pak choi, blaðkál á íslensku, vakti mikla lukku í ár,“ segir Jón Hannes, vöruflokkastjóri ávaxta­ og grænmetis hjá Krónunni. Bændamarkaðurinn er settur upp í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna. Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri þess, segir hann frábært tækifæri fyrir þá 65 bændur sem leggja inn til félagsins að prófa nýjar tegundir í sölu. „Við kynnum það sem bændur eru að gera tilraunir með. Alls konar tegundir sem enn er lítið ræktað af hér á landi og henta því sérstaklega inn á Bændamarkaðinn. Þá þarf ekki að hugsa um pakkningar og umbúðir. Það er gaman að geta boðið upp á tímabundnar nýjungar,“ segir hún. Jón Hannes segir áhuga á káli og grænmeti aukast meðan á markaðnum stendur. „Þetta er upplifun og gaman að koma í búðirnar og fylgjast með viðskiptavinum kynnast þessu nýja íslenska grænmeti sem það hefur jafnvel aldrei áður séð.“ /gag-ghp Fjólublátt blómkál seldist fljótt upp á Bændamarkaðnum. Mynd/Krónan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.