Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 24

Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI Á fundi menningarnefndar Snæfells- bæjar í lok maí, kynntu forsvarsmenn nýstofnaðs leikfélags, Leikfélagsins Laugu hugmyndir sínar. Fagnaði menningarnefnd erindinu og var ákveðið að styrkja skyldi leikfélagið um hundrað þúsund krónur. Sú ákvörðun að setja leikfélagið á fót kom til er formaðurinn, Guðmundur Jensson, ásamt nokkrum öðrum, ákváðu að kominn væri tími til að endurvekja áhugaleikhús sveitarfélagsins. Þá hafði Leikfélag Ólafsvíkur verið óvirkt um nokkurn tíma og í raun lagt niður. Var félagið endurvakið með nýrri nafngift til heiðurs mætri konu, Sigurlaugu Heiðrúnu Jóhannsdóttur (19.12.42-14.05.15). Starfaði Sigurlaug, eða Lauga eins og hún var gjarnan kölluð, lengi með Leikfélagi Ólafsvíkur, meðal annars sem formaður þess, og bauð alla er áhuga höfðu velkomna til liðs við félagið, með stakri hlýju sem einkenndi alla hennar framkomu. Í stjórn félagsins eru auk Guðmundar, Ari Bjarnason varaformaður, Nanna Aðalheiður Þórðardóttir, ritari, Sóley Jónsdóttir, gjaldkeri, og Guðrún Halla Elíasdóttir, stjórnarmaður. Einnig tóku þær Lilja Þorvarðardóttir, Steiney Kristín Ólafsdóttir, Lísa Dögg Davíðsdóttir, María Rós Guðmundsdóttir, Olga Guðrún Gunnarsdóttir og Stefanía Sólborg Guðmundsdóttir ríkan þátt í að stofnsetja félagið, sem á án efa eftir að verða uppspretta mikillar gleði og glaums og áhugasamir hvattir til að koma og vera með. Mikill spenningur er hjá íbúum Snæfellsbæjar hvað varðar framtakið, bæði vegna þess að um tíu ár eru síðan síðasta leikrit var sett á fjalirnar. Nú, undir leikstjórn Kára Viðarssonar, er verið að æfa leikritið Sex í sama rúmi sem áætlað er að frumsýna í nóvember. Vilja forsvarsmenn leikfélagsins koma hér með á framfæri að allir sem þau hafa haft samband við hafa tekið þeim vel, þau finna fyrir afar miklum velvilja bæði íbúa og fyrirtækja og eru mjög þakklát fyrir það. Nýstofnað félag Snæfellsbæjar Kynnt er til leiks alþjóðleg brúðulistahátíð um helgina 7.–9. október næstkomandi á Hvammstanga, en þetta er í annað skipti sem hátíðin fer fram hérlendis. Á hátíðina kemur fjöldi erlendra listamanna og brúðuleikhópa sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmynda- sýninga með umræðum við lista- mennina á eftir, meðan á hátíðinni stendur. Í ár er lögð sérstök áhersla á tengslamyndun og faglega þróun, samhliða frábærum sýningum fyrir áhugasaman almenning. HIP Fest, eða Hvammstangi´s International Puppetry Festival er einstök viðbót í menningarlíf lands- manna, enda eina brúðulistahátíð landsins. HIP Fest var valinn menningarviðburður ársins á Norðurlandi vestra árið 2020 og skipuleggjandi hátíðarinnar, Handbendi - Brúðuleikhús, er nú- verandi Eyrarrósarhafi, en Eyrar- rósin eru verðlaun sem veitt eru framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Á hátíðinni má líta fjölbreyttar sýningar fyrir alla aldurshópa, sem nýta sér öll blæbrigði listformsins, en brúðulistin er fjölbreytt og fornt listform sem allir ættu að geta notið. Miðasala fer fram á tix og dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hennar, thehipfest.com. Hvammstangi 7.–9. október 2021 Alþjóðleg brúðulistahátíð Ævintýri Skilaboðaskjóðunnar þekkja margir, en hana hafa margir kynnst, bæði í formi bókar Þorvaldar Þorsteinssonar sem útgefin var árið 1986 en líka á sviðum leikhúsanna, þá helst sem vinsælum söngleik. Sagan segir frá þeim Putta og Möddumömmu, búsettum í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Putta verður rænt af nátttrölli sem sér fyrir sér að breyta honum í tröllabrúðu en íbúar skógarins sameinast þá um að bjarga honum fyrir sólsetur, sem er eins og vitað er, örlagaríkur tími. Einhverjir vankantar eru á áætluninni þegar nornin, úlfurinn og stjúpan vilja ekki vera með og þá eru góð ráð dýr. Þetta er spennandi og hjartfólgið ævintýri sem nú birtist á fjölunum í Miðgarði* og á erindi við bæði börn og fullorðna. Leikarar eru þrettán talsins í 18 hlutverkum, en alls koma um 35 manns að sýningunni. Höfundur er, eins og áður sagði, Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur tónlistar Jóhann G. Jóhannsson og leikstjóri er Pétur Guðjónsson. Miðasalan hófst 30. september (pantanir í síma 849-9434) og er einungis um fjórar sýningar að ræða svo panti nú hver sem betur getur! Frumsýning miðvikudaginn 12. okt. kl.18:00 - Önnur sýning föstudaginn 14. okt. kl. 18:00 - Þriðja sýning laugardaginn 15. okt. kl. 14:00 og svo lokasýning sunnudaginn 16. okt. kl. 14:00. *(Leikfélagið þurfti að gera breytingu á sýningarstað vegna framkvæmda í Bifröst og verður því, að þessu sinni, sýnt í Miðgarði í Varmahlíð) /SP Leikfélag Sauðárkróks: Skilaboðaskjóðan sett á svið Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, eða Möddumamma, og Haraldur Már Rúnarsson sem Snigill njósnadvergur. Leikarar, leikstjóri og hluti starfsfólks sýningar. Myndir / Aðsendar Þorgrímur Svavar Runólfsson, eða Stóri dvergur, Kristín Björg Emanúels- dóttir í hlutverki Mjallhvítar og Ásta Ólöf Jónsdóttir sem Dreitill skógardvergur. Björgvin Skúli Hauksson sem Putti litli og Rannveig Sigrún Stefánsdóttir í hlutverki Möddumömmu. Sigurlaug H. Jóhanns- dóttir, Lauga. Af fyrstu æfingu nýstofnaðs félags, leikverkið Sex í sama rúmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.