Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022
Plöntur beita margvíslegum
leiðum til að lifa veturinn af.
Einærar plöntur lifa af sem fræ.
Séu aðstæður óhagstæðar geta
fræ sumra tegunda legið í dvala
í jarðveginum í nokkur ár en að
jafnaði spíra fræin að vori, vaxa
upp og blómstra og mynda fræ
sem fellur að hausti.
Tvíærar plöntur safna forða
í rótina á fyrra ári og rótin lifir
veturinn af. Á öðru ári blómstrar
plantan og myndar fræ. Margar
tegundir fjölærra plantna og
laukjurta beita svipaðri aðferð. Þær
vaxa upp að vori, vaxa og dafna yfir
sumarið, safna forðanæringu í rótina
eða laukinn, sölna að hausti og lifa
í dvala neðanjarðar yfir veturinn.
Þar sem snjór liggur eins og teppi
yfir jarðveginum eru plönturnar
vel varðar fyrir umhleypingum og
grasbítum sem byggja lífsafkomu
sína á þeim yfir veturinn.
Sumar- og sígrænt
Tré og runnar sölna ekki á haustin
og þurfa því að beita öðrum ráðum
til að lifa veturinn af. Sum tré eru
sumargræn en önnur græn allt árið.
Lauf sígrænna trjáa nefnist barr, oft
langt og mjótt og með vaxhúð sem
dregur úr útgufun.
Fyrir lauffall á haustin draga
lauftré blaðgrænuna úr blöðunum
og senda hana niður í rótina, rétt
eins og hagsýnir heimilishaldarar
safna vetrarbirgðum í búrið sitt.
Blaðgrænan er byggð upp af efnum
sem trén eiga ekki greiðan aðgang
að og þurfa að eyða mikilli orku í
að framleiða.
Eftir í blöðunum verða efni sem
trén hafa minna fyrir að búa til. Efnin
sem eftir verða eru gul eða rauð og
eru ástæðan fyrir því að haustlitur
trjánna er yfirleitt í þeim litum.
Fullþroskaður vaxtarvísir
Á haustin er að finna í brumi
trjáplantna fullþroskaðan vísi að
vexti næsta árs. Vaxtarvísirinn er
vel geymdur í bruminu og það ver
hann fyrir vetrarkuldanum. Frost að
vori, eftir að brumið hefur opnað
sig, getur skemmt vaxtarvísinn
varanlega.
Til að tré laufgist að vori þarf
lofthiti að vera kominn upp fyrir
ákveðið lágmark en í öðrum
tilfellum þarf daglengd að hafa náð
ákveðnum klukkustundafjölda.
Langir hlýindakaflar á veturna
geta því vakið ýmsar trjátegundir,
einkum frá suðlægari slóðum þar
sem vorar fyrr en á Íslandi, af dvala
sínum og blekkt tré til að halda að
það sé komið vor.
Þegar slíkt gerist eru miklar líkur
á frostskemmdum ef það kólnar
hratt aftur.
Lítil hætta er á þessu hjá plöntum
sem koma frá svæðum sem eru á
næstu eða sömu breiddargráðum
og Ísland.
Hægfara kólnun best
Ólíkt dýrafrumum hafa frumur í
plöntum svokallaðan frumuvegg
sem liggur utan um frumuhimnuna.
Veggurinn er stinnur, hann verndar
frumuna og kemur að hluta til í
staðinn fyrir stoðgrind. Í gegnum
frumuvegginn síast vatn og
næringarefni. Kólni hratt er hætt
við að vökvinn í plöntufrumunni
frjósi. Við það eykst rúmmál hans
og hætta á að frumuveggurinn rifni
en það leiðir til kalskemmda.
Miklu máli skiptir að plöntur
kólni það hægt á haustin að vatn
nái að komast út úr frumunum í
þeim takti sem eðlilegastur er fyrir
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Fyrir lauffall á haustin draga lauftré blaðgrænuna úr blöðunum og senda hana niður í rótina. Mynd / forestryengland.uk/
Gróðurinn í vetrardvala
Á FAGLEGUM NÓTUM
Sígræn tré hafa það fram yfir sumargræn að þau geta hafið ljóstillífun um leið og hiti er orðinn það mikill að þau vakna af dvala. Mynd / usgs.gov
Gulrætur eru tvíærar plöntur sem lifa fyrsta veturinn af sem forðarót en
blómstra og mynda fræ á öðru ári. Mynd / sowtrueseed.com
Laukar eru forðarætur sem lifa veturinn af neðanjarðar. Mynd / bostonbulbswholesale.co.uk