Bændablaðið - 06.10.2022, Page 41

Bændablaðið - 06.10.2022, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Ný gerð Microlift Hybrid með lithium rafhlöðu Í viðbót við alla kosti eldri Microlift, er nýja módelið með breytingar sem gera Microlift enn betri Fyrir frekari upplýsingar um Microlift: Sendu tölvupóst á siggi@pmt.is eða hringdu í 698 1539 MICROLIFT HYBRID BRETTATJAKKAR Eigum til á lager Microlift Hybrid tjakka með 1500kg og 2000kg lyftigetu Tjakkarnir eru til sýnis hjá PMT Krókhálsi 1 Eldri pantanir óskast staðfestar Nýtt stjórnborð! Krókhálsi 1 E T N A Öll hjólin eru með beinni innspýtingu, rafmagnstýri, spili, dráttarkrók, handahlífum, háu og lágu drifi með læsingu. Vökvabremsum, álfelgum og eru tveggja manna traktorsskráð. Verð er með Vsk. CFMOTO 1000 2.690.000,- CFMOTO fjórhjólin fást hjá okkur CFMOTO 520 1.549.000,- Við verðum á Landbúnaðarsýningunni 2022 í Laugardalshöll. CFMOTO 450 1.459.000,- Nítró - Urðarhvarfi 4 - 557 4848 Nánari upplýsingar á nitro.is Ökumenn sem keyra um Strandir og fara fram hjá bænum Broddanesi við Kollafjörð, stoppa gjarnan og mynda þakið á fjárhúsinu. Ástæðan er sú að fjárhúsþakið hefur verið málað í regnbogalitum og vekur þannig verðskuldaða athygli. „Þetta vakti strax mikla athygli en mismikla hrifningu. Ég held að nágrönnunum hafi fundist þetta skrítið uppátæki en vona að allir séu sáttir við þetta í dag. Ferðamenn eru hins vegar mjög hrifnir og stoppa og taka myndir,“ segir Ingunn Einarsdóttir, sem ólst upp á bænum og þekkir vel til þaksins. „Þegar nýtt þak var sett á fjárhúsin sumarið 2020 vildi bróðir minn, Eysteinn Einarsson, endilega mála það. Hugmyndin að litnum kom frá dóttur hans, Ástríði Emblu, sem þá var tíu ára. Eysteinn, börn og tengdabarn máluðu það svo sumarið 2021,“ bætir Ingunn við, alsæl með þakið eins og öll fjölskyldan. /MHH Regnbogaþakið á fjárhúsinu á Broddanesi vekur mikla athygli. Mynd / MHH Fjárhúsþak í regnbogalitum Sverrir Geirmundsson og Áskell Þórisson sýna olíumálverk og ljósmyndir á efri hæðinni í Gallery Grásteini, Skólavörðustíg 4, dagana 30. september til 11. október. Sýningin var opnuð 30. september og verður opin alla daga vikunnar frá kl. 10–18 fram til 11. október. Að sögn Áskels ákváðu þeir félagar að slá saman í sýningu þar sem í verkum sínum eru báðir að horfa til þess smáa í náttúrunni sem fæstir veita athygli – annar málar olíumyndir en hinn tekur ljósmyndir. Slóðir Áskels og Sverris lágu saman fyrir margt löngu. Þá var Sverrir sölumaður hjá Vélaborg og Lely Center en Áskell ritstjóri Bændablaðsins. Báðir hafa sýnt verk sín víða um land en fannst nú hið besta mál að gamlir þjónar landbúnaðarins tækju höndum saman, því segja má að ákveðnir þræðir tengi saman verkin þeirra. Þeir félagar hafa úr mikilli lífsreynslu að moða sem nýtist þeim vel í sköpuninni, Sverrir er sjötugur en Áskell ári yngri. Um árabil átti Sverrir Óðinshús á Eyrarbakka og rak þar eftirsóttan sýningarsal og vinnustofu. „Myndlistin er mitt áhugamál og myndirnar eru fantasíur og abstrakt landslag,“ segir Sverrir. „Ég hef notið þess að safna hugmyndum á ferðum mínum um landið sem ég greypi í kollinn minn og færi þær svo yfir á strigann.“ Áskell hefur um árabil einbeitt sér að náttúrulífsmyndum og tekur gjarnan nærmyndir af því sem sjaldan er skoðað. Síðan vinnur hann myndirnar í myndvinnsluforritum og nær fram forvitnilegum litbrigðum. Myndirnar á sýningunni, sem ber yfirskriftina Hið smáa og lífræna, eru í ýmsum stærðum og eru allar til sölu á hóflegu verði. Gamlir landbúnaðarþjónar sýna í Gallery Grásteini Sýning Áskels Þórissonar og Sverris Geirmundssonar ber yfirskriftina Hið smáa og lífræna.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.