Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 45

Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Það eru ýmis verkefni fram undan hjá búgreinadeild naut- gripabænda þetta haustið, líkt og önnur haust. Á næs tu vikum verða tvær skoðanakannanir settar í loftið, önnur fyrir mjólkur- framleiðendur og hin fyrir nautakjöts- framleiðendur. Þeir bændur sem stunda bæði mjólkur- og nautakjöts- framleiðslu eru beðnir um að svara báðum könnunum en tilgangur þeirra er að gefa stjórn og starfsfólki NautBÍ betri innsýn í stöðu greinarinnar. Sömuleiðis koma niðurstöðurnar til með að vera leiðbeinandi fyrir starfs- og stjórnarfólk samtakanna í fyrstu skrefum endurskoðunar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar, samhliða ályktunum búgreinaþings. Hvetjum við því nautgripabændur til þess að taka þátt og svara eftir bestu getu en nánari upplýsingar um kannanirnar verða birtar á vef okkar, www.bondi.is/naut. Þann 14. október standa Bændasamtökin fyrir málþingi sem ber titilinn „Græn framtíð“ og fjallar um áskoranir og framtíðarverkefnin í landbúnaði á Íslandi. Málþingið verður haldið á degi landbúnaðarins á Hótel Nordica en síðar sama dag opnar Landbúnaðarsýningin í Laugardalshöll. Bændasamtökin bjóða félagsmönnum sínum á sýninguna. Hvetjum við öll, fagfólk og áhugafólk um landbúnað, til að kíkja á sýninguna og taka spjallið við stjórnir og starfsfólk samtakanna en okkur má finna í sameiginlegum bás BÍ og RML, bás b14. Haustfundir búgreinadeildar nautgripabænda BÍ eru fram undan en þeir verða með örlítið breyttu sniði þetta árið. Í stað þessa að fara yfir öll málefni nautgripabænda á landsvæðaskiptum fundum ætlum við að halda stærri fundi (fyrir allt landið) með afmarkaðra efni. Haldnir verða a.m.k. tveir fundir með mismunandi áherslum, á fyrri fundinum förum við yfir stöðuna í mjólkurframleiðslunni, störf verðlagsnefndar og endurskoðun á verðlagsgrundvellinum. Á þeim fundi verður sömuleiðis farið yfir fyrirkomulag kvótamarkaða og jafnvægisverð. Á seinni fundinum verður farið yfir niðurstöður skoðanakannananna og rætt um hvaða stefnu bændur vilja taka í endurskoðun búvörusamninganna. Fundirnir fara fram í gegnum Teams og verða nánari upplýsingar um fundina birtar á vef okkar. Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur hjá BÍ. Guðrún Björg Egilsdóttir. Skoðanakannanir og haustfundir – Fram undan hjá búgreinadeild nautgripabænda Afmarkaðar áherslur kúabúskapar verða teknar fyrir á haustfundum. Mynd / GBE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.