Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 48

Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 LESENDARÝNI Tækifæri á sviði ylræktar Í byrjun september síðastliðnum komu tveir erlendir sérfræðingar í ylrækt í heimsókn til Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið heimsóknarinnar var að ræða framtíðartækifærin innan ylræktar á Íslandi og hvernig Landbúnaðarháskóli Íslands getur stutt við uppbyggingu greinarinnar. Heimsóknin hefur staðið til í nokkurn tíma, og því var það gleðilegt að taka loks á móti prófessor Julián Cuevas González og dr. Esteban José Baeza Romero þann 7. september. Prófessor Julián Cuevas González er aðstoðarrektor við Almeria háskólann á Spáni og ber ábyrgð á alþjóðamálum háskólans. Hann hefur stýrt vinnu við gerð Evrópuumsóknarinnar UNIgreen með Landbúnaðarháskóla Íslands og sex háskólum til viðbótar á Ítalíu, í Portúgal, Frakklandi, Póllandi, Búlgaríu og Belgíu, sem fékkst samþykkt nú í haust. Verkefnið snýr að því að byggja upp samstarf milli háskólanna, meðal annars með sameiginlegum námsbrautum og auknum rannsóknum, og þar opnast ný tækifæri, meðal annars á sviði ylræktar en háskólinn í Almeria er framarlega á því sviði. Dr. Esteban José Baeza Romero hefur unnið við Wageningen University Research (WUR) í Hollandi, sem er einnig einn fremsti háskólinn í heiminum á sviði ylræktar. Esteban stýrir nú eigin ráðgjafarfyrirtæki, Future Farms Solutions. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á tækniþróun innan greinarinnar og hefur komið að fjölmörgum alþjóðlegum rannsókna- og nýsköpunarverkefnum, m.a. Geofood verkefninu, sem sneri að því að nýta jarðhita í hringrásarframleiðslu matvæla. Verkefnið var unnið í samstarfi við sérfræðinga á Íslandi og í Slóveníu, með stuðningi frá Geothermica, Rannís og ráðuneytum í Hollandi og Slóveníu. Esteban hefur kynnt sér tækifærin innan ylræktar hérlendis, en hann vann skýrslu sem nefnist „Business case for large scale crop production in greenhouse facilities in Iceland for the global market“ sem kom út á síðasta ári og er öllum opin. Julian og Esteban héldu erindi á ráðstefnu Landbúnaðarháskóla Íslands, Orkídeu og fleiri aðila um nýsköpun og tækifæri í matvælaframleiðslu sem haldin var á Selfossi 8. september. Farið var í heimsókn til Friðheima, Espiflatar og Gufuhlíðar í Reykholti í Biskupstungum og í gróðrarstöðina Lambhaga og rætt við eigendur stöðvanna um stöðu ylræktar á Íslandi og tækifærin til framtíðar. Þá var boðað til opins fundar á Flúðum í samstarfi við Bændasamtök Íslands þar sem Esteban og Julian héldu erindi og málin voru rædd. Þeim þótti mikið til koma hvernig staðið væri að framleiðslunni hérlendis og hversu góður árangur hefði náðst í íslenskri ylrækt, bæði varðandi framleiðslumagn og gæði. Meginspurningin sem borin var upp af þeim félögum var af hverju framleiðslan væri ekki meiri en raun ber vitni á Íslandi, og þá jafnvel einnig til frekari vinnslu með nýtingu jarðvarma og til útflutnings. Þær stöðvar sem heimsóttar voru eiga það allar sameiginlegt að hafa aukið framleiðslu sína verulega á undanförnum misserum og vel er tekið á móti þeim hágæðaafurðum sem boðnar eru neytendum. Byggð hafa verið ný gróðurhús sem ýmist hafa verið keypt frá Danmörku eða Hollandi. Nýju húsin eru nokkuð hærri en þau sem fyrir eru og ljóst að tækniframfarir eru hraðar í þessum geira. Sjálfvirknin er sífellt að þróast og eykur það enn samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegu samhengi þar sem launakostnaður hér er hlutfallslega hár. Niðurstaða heimsóknarinnar var að tækifæri Íslands á sviði ylræktar eru mikil og brýnt að Landbúnaðarháskóli Íslands nýti þau sterku alþjóðlegu tengsl sem myndast hafa við tvo sterkustu háskólana í Evrópu á þessu sviði. Næstu skref verða að útfæra tillögur að samstarfi nánar og verður í því sambandi haft náið samráð við alla hagaðila og stjórnvöld þar með talin. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor LbhÍ. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir. Hildur Ósk Sigurðardóttir garðyrkjubóndi í Gufuhlíð, Julián Cuevas González, Dr. Esteban José Baeza Romero, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ og Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjunnar hjá BÍ. Mynd / Aðsend Bændur mæta þörfum okkar um fæðuöryggi með gæðavörum sem erfitt er að jafna. Það er okkar hlutverk að mæta þeim að sama skapi. Þeir glíma við krefjandi starfsaðstæður sem flestir myndu aldrei sætta sig við. Það er sérstaklega vegna harðnandi samkeppni í smásölu, þá aðallega við erlenda stórframleiðendur sem fullnægja ekki sömu stöðlum og gert er hér heima, og regluverks sem vinnur ekki með atvinnugreininni. Nauðsynleg hagræðing Staðreyndin er sú að staðan er orðin verulega þung. Þá sérstaklega í sauðfjárrækt og nautgriparækt. Á sama tíma og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi fæðuöryggis þá gleyma margir þeirra að matreiða lausnir. Staðan mun ekki leysast án þess að grípa til aðgerða, og það strax. Til eru fjölmargar aðgerðir sem við getum farið í. Eitt dæmi væri að endurskoða tollsamning okkar við ESB. Höfuðmarkmiðið í samningunum verður að vera að skapa íslenskum landbúnaði eðlileg og sambærileg samkeppnisskilyrði gagnvart þeim landbúnaði sem hann á að keppa við. Það er vandasamt að keppa við innflutning matvöru þar sem allt önnur lögmál gilda. Í dag á Alþingi ræddi ég aðra leið, sem við í Framsókn höfum lengi unnið að. Leið til hagræðingar innlendra kjötframleiðenda. Hún er að heimila sameiningu afurðastöðva innan kjötframleiðslunnar með undanþáguákvæði innan búvörulaga, sem veitir undanþágu frá samkeppnislögum. Þessi undanþága hefur nú þegar verið veitt til mjólkurframleiðenda, og það er engin fyrirstaða til staðar fyrir því að slíkt verði gert fyrir kjötframleiðendur. Ýmsar greiningar hafa verið gerðar á mögulegri hagræðingu innan geirans. Þær benda til allt að 1,5 milljarða hagræðing gæti orðið innan sauðfjár- og nautgriparæktunar. Ef svína- og alifuglarækt væru tekin með yrði talan enn hærri, þ.e. um 2-3 milljarða hagræðing af sameiningu á ári. Grundvallaratriðið er að ná fram hagræðingu og lækka framleiðslukostnaðarverð. Í því samhengi er ekki einungis verið að hugsa um hag frumframleiðandans heldur alla virðiskeðjuna. Markmiðið er að tryggja hag allra, ekki síst neytenda. Augljós lykill Með þessari einföldu lagabreytingu er hægt að stuðla að samvinnu innan innlendrar kjötframleiðslu. Með því gerum við innlenda framleiðslu samkeppnishæfari á alheimsmælikvarða, stuðlum að mikilli hagræðingu og bætum starfsaðstæður og rekstrargrundvöll bænda. Þetta eru markmið sem eru öllum til heilla, allt frá framleiðanda til neytanda. Framsóknarfólk hefur ávallt sagt að samvinna sé lykill að velgengni. Þetta á við kjötframleiðslu rétt eins og við stjórnmálastarf. Leyfum bændum að ná þeirri velgengni sem þeir berjast fyrir og eiga skilið. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar. Samvinna bænda Þórarinn Ingi Pétursson. Vindmyllur í Norður- árdal og Þverárhlíð Vindmyllur henta vafalaust vel til framleiðslu á rafmagni og það er skiljanlegt að athygli beinist að Íslandi til slíkrar raforku- framleiðslu. Þar eru fyrir hendi bæði vindur og víðerni. Uppsetningu vindorkuvera og starfrækslu fylgja þó ýmis vandamál. Má þar nefna vegagerð fyrir þungaflutninga, jafnvel um ósnortið land, mikið jarðrask við undirstöður vindorkumastra, samfara sjónmengun, hljóðmengun, áhrifa á lífríki og verðfalli fasteigna og er þá sjálfsagt ýmislegt ótalið. Um þetta þarf vart að deila. Það ætti einnig að vera óumdeilt að þessir annmarkar einir og sér valda því að það er full þörf á því að vanda vel til verka þegar slíkum mannvirkjum er valinn staður. Norðurárdalur og Þverárhlíð eru náttúruperlur í þjóðleið og nærri henni, fjalllendið á milli þeirra, Grjóthálsinn, er ósnortið land í beinu framhaldi af öræfunum, sem nú er unnið að því að friða og gera að þjóðgarði. Slíkt land er mikið verðmæti. Öll nýting þess er viðkvæmt mál, sem krefst aðgæslu og fyrirhyggju. Frá upphafi byggðar í landinu hefur aðallega verið stundaður landbúnaður á þessum slóðum en náttúrufegurð og veiðar í víðfrægum laxveiðiám hafa löngum dregið að sér fólk sem sækist eftir afþreyingu í fögru og ósnortnu umhverfi. Á síðustu áratugum hefur hefðbundinn landbúnaður á þessu svæði dregist mjög saman þó enn séu þar rekin myndarleg bú. Það er ljóst að þarna er orðin og er að verða veruleg breyting á búskaparháttum. Hér er að vaxa upp hægum skrefum umhverfi afþreyingar, heilsuræktar og menningartengdrar starfsemi. Nú þegar er hér umtalsvert skólahald, hótelrekstur, veitingasala og ferðaþjónusta sem er orðinn einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar. Við árnar hafa risið myndarleg veiðihús. Hér er kominn golfvöllur og talsverð orlofshúsabyggð samfara skógrækt og hefðbundnum búskap á þeim jörðum sem best henta til landbúnaðar. Þá er ótalinn sá mikli fjöldi ferðamanna, innlendra og erlendra, sem á leið um, á Þjóðvegi 1 eða eftir öðrum vegum og slóðum, göngufólk og hestaleiðangrar. Fólk, sem kýs að hafa hér viðstöðu á leið sinni og njóta þess sem í boði er. Það er skoðun nær allra þeirra sem hér búa að vindmyllugarðar falli illa að þessu umhverfi og þeirri uppbyggingu sem er fyrirsjáanleg og fyrirhuguð. Ásýnd þeirra breytir umhverfi okkar. Þeim fylgir röskun á ósnortnu umhverfi. Fjárhagslegur hagnaður sveitarfélagsins af rekstri þeirra sýnist vera óverulegur ef tekið er mið af óhagræði því sem rekstri þeirra fylgir og þeim óþægindum og áreiti sem þær valda íbúunum. Þá er full ástæða til þess að óttast áhrif þeirra á ferðaþjónustu svæðisins sem og lífríki þess. Það er talið að yfirgnæfandi meirihluti erlendra ferðamanna sem hingað koma séu að leita eftir ósnortinni náttúru. Slík víðerni verða stöðugt fágætari og eru sennilega þegar allt kemur til alls mestu verðmæti þessarar þjóðar. Vindorkuver eiga einfaldlega ekki heima í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þeir annmarkar á vindorkurekstri sem hér eru taldir mæla allir gegn þessari fyrirhuguðu framkvæmd. Kjarni þessa máls er hins vegar sá að mikill meirihluti þeirra íbúa og jarðeigenda sem hér eiga hlut að máli er eindregið andvígur öllum hugmyndum um vindorkurekstur á þessu svæði. Sveitarstjórninni ber að virða þau sjónarmið og standa með íbúunum í þessari verndarbaráttu þeirra. Þeir telja að hann falli engan veginn að því samfélagi, sem þeir vilja búa í og sé því bæði skaðlegur og óviðunandi. Við álítum að staðsetning þeirra þar væru náttúruspjöll. Á tveimur fremstu bæjum í Norðurárdal er rekin umfangsmikil skógrækt og landgræðsla. Þar er fremur veðursælt eins og í Borgarfjarðardölum. Hörð norðanátt blæs þó stundum af Holtavörðuheiðinni niður dalinn. Sá skógur sem nú er að vaxa upp í Króki og Sveinatungu mun stilla þann vind og gera það enn meira á komandi áratugum. Þá verður dalurinn líkur því sem áður var þegar jarðirnar voru þaktar birkiskógi. Það eru landbætur. Við eigendur skógræktar- jarðarinnar í Króki mótmælum þessum fyrirhuguðu vindmyllu- framkvæmdum harðlega og lítum á þær sem aðför að starfi okkar á liðnum áratugum. Gunnar Jónsson, skógræktarbóndi í Króki. Gunnar Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.