Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 56

Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Þau Barbara og Viðar frá Mið- húsum segja lesendum örlítið frá sjálfum sér: „Við stórfjölskyldan fluttum að Miðhúsum haustið 2007 frá Kaðalsstöðum í Stafholtstungum. Veturinn 2007-2008 vorum við með búskap á báðum jörðum og einkenndist sá vetur af mikilli keyrslu ábúenda fram og til baka á milli jarða ásamt því að vera með kerru í eftirdragi allar ferðir til að nýta ferðirnar vegna flutninganna. Í júní 2008 vorum við alflutt norður á Strandir. Við tókum við um 350 fjár og fjölguðum jafnt og þétt fyrstu árin. Í dag erum við með um 540 hausa á vetrarfóðrum. Fyrir fjórum árum fengum við 4 nautkálfa og hófum í framhaldi af því að selja nautakjöt beint frá býli. Kálfana fáum við frá nágrönnum okkar að handan, þeim Stebba og Báru. Hestar eru á bænum, flestir í eigu Guðmundar Kristins. Hundarnir eru samtals 5. Tvær kisur, þær Miðhúsa Mjása og Loppa, sjá svo um meindýravarnir jarðarinnar. Í Miðhúsum höfum við viðhafið hvers kyns heyskaparaðferðir í gegnum árin. Lengst af með vothey og rúllur en vorum líka með laust þurrhey í gryfju og litla þurrheysbagga. Síðustu tvö ár höfum við eingöngu verið í rúlluheyskap. Býli? Miðhús. Staðsett í sveit? Kollafjörður í Strandabyggð. Ábúendur? Viðar Guðmundsson, Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Auk þeirra býr Guðmundur Kristinn Guð- mundsson, faðir Viðars, í næsta húsi. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Viðar og Barbara eiga 5 börn, þau Andreu Messíönu, Guðbjart Þór, Unni Ernu, Þorstein Óla og Ólaf Kristin. Þar að auki er barnabarnið Glódís og annað væntanlegt í nóvember. Börnin eru ýmist alflutt eða hálfflutt að heiman og í vetur eru einungis tveir yngstu drengirnir heima ásamt foreldrum sínum og Guðmundi afa sem býr í næsta húsi. Hundurinn Týra er mikill fjölskylduvinur og Tígur er nýfluttur yfir til okkar frá efri bænum. Stærð jarðar? Rétt tæplega 1000 ha. Gerð bús? Aðallega sauðfé en einnig nautgripaeldi og hrossarækt. Fjöldi búfjár? 540 kindur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er ekkert til sem heitir hefðbundinn vinnudagur hér á bæ. En yfir veturinn sér Viðar að langmestu leyti um morgungjafirnar þar sem Barbara vinnur fasta vinnu utan heimilis. Annars reyna þau að hjálpast að eins mikið og hægt er og skipta með sér verkum eftir því hver verkefnastaða þeirra utan búsins er. Barbara vinnur sem þroskaþjálfi á Hólmavík 4 daga í viku og Viðar er tónlistarmaður, kórstjóri og útfararstjóri. Bæði taka þau fullan þátt í búskapnum og hjálpast að. Þau eiga þó bæði sín verk sem hitt þarf ekki að sinna. T.d sér Viðar alfarið um skráningu í jörð.is (áburður/skítur og uppskera/ endurrækt) á meðan Barbara sér alfarið um allar Fjárvís-skráningar. Það er ekki leggjandi á einn bónda að sjá um það allt aleinn. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bú- störfin? Barböru finnst skemmtilegast að ragast í fé á haustin og getur alveg gleymt sér í að nördast í ættfræði og afurðum áa þegar verið er að velja ásetninginn. Leiðinlegast finnst henni að bólusetja og gefa ormalyf. Hún er heldur ekki sérstaklega hrifin af því þegar hún kemur heim eftir langan vinnudag á Hólmavík og hennar bíður fjall af aftekinni ull til að flokka. En það þýðir bara að Viðar hafi verið vinnusamur þann daginn eins og góðir vinnumenn eiga að vera. En eitt af hans mottóum í rúningnum er „illu er best aflokið“ og má því áætla að honum finnist ekki skemmtilegt að rýja. Annars er það líklega sammerkt með þeim báðum að þegar vel gengur er gaman sama hvaða verk er verið að vinna. Svo koma dagar sem einkennast af basli og þá er ekki alveg eins gaman. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Dag í senn, eitt andartak í einu. Libba og njódda í núinu. Höfum ekki hugmynd um hvar við verðum eftir fimm ár. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Rjómi, lýsi, smjör, skyr og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Eitthvað sem eldað er úr kind eða nauti, helst ef það er hægeldað og matarilmurinn yfir daginn hefur æst upp eftirvæntinguna fyrir kvöldmatnum. Eftirminnilegasta atvikið við bú- störfin? Það var ansi eftirminnilegt þegar það kviknaði í hlöðunni fyrsta sumarið okkar í Miðhúsum. Það var góð leið til að kynnast fólkinu á svæðinu. Slökkviliðsstjórinn hefur t.d verið einn af okkar bestu vinum síðan þá. En það má grínast með þetta því að allt slapp vel og aldrei þessu vant þá fengum við ásættanlegar tryggingabætur sem dugðu fyrir heykaupum í stað þess sem brann. Við skorum á: Reyni Björnsson og Steinunni Þorsteinsdóttur, Miðdalsgröf (511 Hólmavík) Til vara: Báru Borg Smáradóttur og Stefán Jónsson, Gróustöðum (381 Króksfjarðarnes) Enn til vara ... Árný Huld Haraldsdóttir og Baldvin Smárason, Bakka (381 Króksfjarðarnes) Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt einhvern veginn aldrei eins. Allir eiga sína uppáhaldskjötsúpu og hefðirnar, uppskriftirnar og leynihráefnin leynast í hverju eldhúsi. Enda er hin eina rétta uppskrift að kjötsúpu til á hverju einasta heimili. Skoðanaskipti á kaffistofum og í heitum pottum sundlauganna um hina réttu uppskrift ná hámarki nú að hausti þegar sláturtíð og uppskera íslenska grænmetisins mætast í ljúffengri og nærandi kjötsúpu, sem færir okkur yl í kroppinn og ekki síður sálina. Haustsúpur og pottréttir Næringarríkar súpur og pottrétti með feitu kjöti á beini og haustgrænmeti má víða finna og kjötsúpan íslenska á sér marga ættingja þegar við rýnum í ættartréð. Þessir réttir eiga það sameiginlegt að þurfa hægeldun og þolinmæði við eldamennskuna og eiga sinn uppruna í sveitum viðkomandi landa. Pot au feu Frægastur þeirra er líklegast franski rétturinn pot au feu sem samanstendur af feitu nautakjöti á beini, gjarnan því ódýrasta sem er í boði hverju sinni, og því grænmeti sem Frakkar tengja helst haustinu. Gulrótum, næpum, steinseljurót, sellerí og lauk auk kryddjurta. Stundum er hvítkáli og blaðlauk einnig bætt við. Pot au feu er ýmist borin fram á flötum diski með sterku Dijon sinnepi og piparrótarsósu, eða sem súpa á líkan máta og við þekkjum með kjötsúpuna okkar. Irish Lamb Stew Frændur okkar Írar eiga vel þekktan lambakjötsrétt. Irish Lamb Stew sem, eins og kjötsúpan, á uppruna sinn í fáum og ódýrum hráefnum sem voru flestum aðgengileg. Með tímanum og batnandi efnahag Íra hefur rétturinn breyst töluvert og auk lambsins, rótar- grænmetis, kartaflna og lauks er nú algengt að hann innihaldi einnig beikon, hvítlauk og hvítvín og að kjötið sé brúnað áður en rétturinn er settur yfir til suðu. Fårikål Frændur okkar úr hinni ættinni, Norðmenn, halda mikið upp á réttinn fårikål sem líklega er einfaldasti lambaréttur í heimi, gerður úr súpukjöti úr ýmist lamba- eða ærkjöti og hvítkáli sem er raðað lagskipt í steikarpott, vatni bætt við og hægeldað í ofni borinn fram með soðnum kartöflum. Fårikål var valið þjóðarréttur Norðmanna í kosningu fyrir sléttum 50 árum og varð aftur fyrir valinu í sams konar kosningu 2014. Rétt eins og Íslendingar halda sinn kjötsúpudag fyrsta vetrardag ár hvert, halda Norðmenn Fårikål- daginn hátíðlegan síðasta fimmtudag í september. Nýtum árstíðirnar Við hvetjum íslenska neytendur nú sem fyrr til að nýta árstíðirnar sem best og gefa þeim afurðum sem fylgja árstíðum gaum. Haustið á Íslandi er kjörinn tími fyrir kjötsúpur af ýmsu tagi þegar allt grænmetið er í árstíð og ferskt nýslátrað lambakjöt fæst í verslunum. Í uppskriftinni sem fylgir eru íslenskt grænmeti, sellerí, nýjar kartöflur, gulrætur, toppkál, grænkál og perlubygg, en að þessu sinni sleppum við rófunum. Við leikum okkur reglulega með uppskriftir að kjötsúpunni þó að grunnurinn sé yfirleitt nokkurn veginn eins, en það er að okkar mati mun betra að nota ríkulega af fersku grænmeti heldur en að notast við súpujurtir. En súpujurtir notum við samt stundum, allt eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Á þessum árstíma er flest íslenskt útiræktað grænmeti enn til í verslunum og við nýtum þann lúxus til fulls á meðan. Kjötsúpa með árstíðargrænmeti Byrjið á að skola lambakjötið vel og nuddið af beinasag sem stundum er fast við, setjið síðan í rúman pott og hellið vatninu yfir, stillið á miðlungshita og bíðið eftir suðu. Á meðan að suðan er að koma upp er grænmetið skorið, skerið nýjar kartöflur og gulrætur í hæfilega munnbita. Pillið blöðin af selleríinu og saxið í fína strimla og geymið til hliðar í skál. Skerið sellerístönglana svo í grófa bita. Saxið hvítlauk fínt og lauk, blaðlauk, grænkál og toppkál í grófa bita. Þegar suðan er komin upp og hefur soðið í nokkrar mínútur, fleytið þá froðuna sem kemur á yfirborðið af. Saltið og sjóðið í 20 mínútur og bætið við kartöflum, perlubyggi, hvítlauk, lauk, sellerístönglum og gulrótum. Sjóðið í 30 mín. Bætið grænkáli, toppkáli og blaðlauk við og sjóðið í 10 mínútur þar til grænmetið er eldað í gegn. Smakkið súpuna til með salti og pipar og stráið í lokin selleríblöðum yfir áður en þið berið súpuna fram. Prentaðu þessa uppskrift. LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Kjötsúpa með árstíðargrænmeti Hafliði & Halldór haflidi@icelandiclamb.is 1 kg súpukjöt 2,5 l vatn 50 g perlubygg 4 stk. nýjar kartöflur 6 stk. gulrætur 1/2 haus toppkál 1 laukur ½ blaðlaukur 3 stönglar sellerí 1 hvítlauksrif 2 blöð grænkál Íslenskt sjávarsalt Pipar Kjötsúpa með árstíðargrænmeti Miðhús
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.