Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022
HANNYRÐAHORNIÐ
Í larí lei best!
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Camilla Von er hress og kát stúlka
sem hafði afar gaman af því að svara
spurningunum.
Nafn: Camilla Von Gunnarsdóttir Berg.
Aldur: 5 ára en verð 6 ára þegar Jesú
á afmæli.
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Á sko heima hjá mömmu
og pabba á Húsavík.
Systkini: Brynjar Freyr Gunnarsson
Berg, 2ja ára.
Skóli: Borgarhólsskóli á Húsavík.
Skemmtilegast í skólanum:
Frímínútur.
Uppáhaldsdýr: Kisinn minn, Húgó,
og hundurinn minn, Monsa og Ljón.
Uppáhaldsmatur: Pasta sem mamma
gerir.
Uppáhaldslag: Í larí lei.
Uppáhaldsbíómynd: Madagaskar.
Fyrsta minning: Þegar ég var eins árs
á Tenerife og ég vildi fara í bað sem
var sundlaug.
Hver eru áhugamálin þín: Fótbolti og
að borða nammi.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór: Listakona og mála mikið.
Hvað er það mest spennandi sem
þú hefur gert: Fara í fallturninn í
Húsdýragarðinum.
Camilla skorar á Freyju Rún Ásgeirs-
dóttur, frænku sína, að svara næst.
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins
Þung Þyngst
Létt Miðlungs
Fallegt og einfalt eyrnaband fyrir börn prjónað með
fölskum kaðli úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Design: Mynstur me-082-bn
Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára
Höfuðmál: ca 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm
Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE (fæst í Handverkskúnst)
litur á mynd, ametist nr 36: 50 (50) 100 (100) g
Prjónar: Sokkaprjónar nr 4 og kaðlaprjónn
Prjónfesta: 21 lykkja x 28 umferðir = 10 x 10 cm.
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum
umferðum.
MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin.
EYRNABAND:
Fitjið upp 30 (30) 36 (36) lykkjur á prjón nr 4 með DROPS Extra Fine. Prjónið 2
umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú mynstur
þannig: Prjónið mynsturteikningu A.1 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
Haldið áfram með mynstur A.1. Prjónið þar til stykkið mælist 22½ (23½) 24 (24½)
cm (= helmingur af heildar lengd, mátaðu e.t.v. eyrnabandið og prjónaðu að óskaðri
lengd). Nú er gerður kaðall fyrir miðju að framan á eyrnabandi þannig: Setjið
fyrstu 15 (15) 18 (18) lykkjur á kaðlaprjón, prjónið þær 15-15-18-18 lykkjur sem
eftir eru á prjóni. Prjónið síðan 15 (15) 18 (18) lykkjur af kaðlaprjóni. Haldið áfram
fram og til baka með mynstur A.1 eins og áður þar til stykkið mælist ca 45 (47) 48
(49) cm – stykkið á að vera jafn langt hvoru megin við kaðal. Prjónið 2 umferðir
garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Saumið eyrnabandið mitt að aftan, saumið
innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Festið þráðinn.
Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is
Eyrnaband með
fölskum köðlum
Yfir 1.000 fasteignir til sölu
á Costa Blanca svæðinu.
Fasteignir til sölu á Spáni
sumareignir.is - sumareignir@gmail.com - s: 6168880
Sumareignir
MYNSTUR
Slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu
x Brugðin lykkja frá réttu, slétt lykkja frá röngu
Á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið
2 lykkjur slétt, steypið lyftulykkjunni yfir 2 lykkjurnar
sem voru prjónaðar
Þessi rúða sýnir enga lykkju, farðu beint áfram að næsta
tákni í mynsturteikningu