Bændablaðið - 06.10.2022, Page 58

Bændablaðið - 06.10.2022, Page 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Það er þó ekki úr vegi að gæta að innri manni líka ef tími gefst, en margir eiga það til að vilja leggjast undir feld þegar vindar blása. Þegar byrjað er á því að huga að ytra byrðinu er rétt að byrja efst og taka stöðuna á hárinu. Hár vill gjarnan verða dekkra og þurrara með haustinu, jafnframt því að missa gyllingu þessara örfáu sólardaga sumarsins. Þá er ágætt að koma við á hárgreiðslustofu og biðja um djúpnæringarmaska og nokkrar örfínar strípur svona rétt til frískingar. Þeim sem vilja, og helst þeim sem hafa þykkt hár, er bent á að hita örlitla olíu, til dæmis kókosolíu, og bera í endana á hárinu. Næringu má líka setja, ef djúpnæring heima á við. Vilja þá sumir setja plastpoka yfir hárið til þess að loka hitann inni í einhvern tíma. Hreinsa svo vel að því loknu. Ljómandi húð Næst má athuga húðina, og þá fyrirbyggja áhrif kuldans sem vill smjúga um merg og bein til viðbótar við að minnka rakastig hennar. Þar kemur ýmislegt til greina. Heitt vatn með sítrónu og ef til vill hunangi er öllum hollt á morgnana, svo og vatns- og tedrykkja yfir daginn, enda ljómar húðin ef við gætum þess að innbyrða nægan vökva. Annað sem gott er að taka sér fyrir hendur er að fara í svokallað infrarautt sánabað. Svipað venjulegu sánabaði, nema í því infrarauða er geislum beint að líkamanum, um fjóra sentimetra inn í húðina og örvar þannig losun skaðlegra eiturefna er við mannfólkið söfnum ómeðvitað í okkur. Svitinn er myndast í kjölfarið er einmitt ein náttúrulegasta leið líkamans til þess að losna við alla óværu og eftir heimsókn í slíkt sánubað ættum við því að vera nokkuð góð. Fyrir þau okkar sem ekki eigum kost á heimsókn í svo nýstárlegt sánubað má að sjálfsögðu notast við það gamla góða sem er í mörgum sundlauganna og einhverjum heimahúsum – og að sama skapi útvíkkar það blóðæðarnar og eykur blóðrásina. Gefur þannig frísklegt og gott útlit. Nú eða hreinlega hita vatn í skaftpotti, setja viskustykki yfir höfuðið og halla sér yfir gufuna um stund. Gerir sama gagn. Skrúbbar af ýmsu tagi Jæja, annað sem má dunda sér við í heimahúsum er að skrúbba húðina vel og vandlega ef ekki er haldið á snyrtistofur. Alls kyns dýra og smarta skrúbba er auðvitað hægt að versla sér en svo má einnig nýta það sem hendi er næst. Sykur, salt og kaffikorgur eru vinsæl til þessa, borið þá á húðina í baði eða sturtu og nuddað vel. Sumir kjósa að blanda olíu saman við og jafnvel sameina allt þrennt. En þetta má leika sér með og finna eigin blöndu. Ef fólk hefur frekar áhuga á skrúbbum settum saman af öðrum er ágætt að líta á vefsíðuna www. thedetoxmarket.com. Þar má meðal annars finna vistvænar vörur frá fyrirtækinu C & The Moon, en fá þær afar góð meðmæli viðskiptavina sinna, þá sérstaklega líkamsskrúbburinn Malibu made Body Scrub. Með drottningar að fyrirmynd Augnsvipinn má hressa með nýjustu vöru frú Victoriu Beckham sem gerði garðinn frægan síðari hluta tíunda áratugarins með hljómsveitinni Spice Girls. Hefur hún haft sig í frammi síðan þá sem fatahönnuður, en árið 2019 kynnti hún á markað sína fyrstu snyrtivörulínu, nefnda Victoria Beckham Beauty. Er hér um að ræða svokallaðan augnblýant, rjómalitan sem á að nota á vatnslínu augans, eða barmana og kalla þannig fram aukinn skýrleika og hvítu augnanna. Vegna þess að augnblýanturinn er ekki hvítur heldur kremlitaður er birtan mild og náttúruleg og ber að gæta þess fyrir þá sem ætla af stað með beinhvítan blýant. Að lokum má ekki gleyma því sem gleymist gjarnan – höndunum. Bera gott krem á hendurnar, handarbökin og neglurnar – setja svo punktinn yfir i-ið með því að taka sér Elísabetu Bretadrottningu heitna sér til fyrirmyndar. Þannig var, að þau ár er Elísabet ríkti sem drottning, var einungis einn litur af naglalakki sem henni þótti viðeigandi að bera. Var það liturinn Ballet Slippers frá merkinu Essie, en sá, auk annars er kallaður er Madimoselle, bera vott um snyrtimennsku og fágun. Eða eins og kom fram í bréfi frá hárgreiðslukonu Elísabetar drottningar til fyrirtækisins árið 1989 „... er þetta eini liturinn sem hennar hátign kýs að bera“ og stóðst það í valdatíð hennar, allar götur fram til dauðadags. Verum því svolítið fáguð þó ekki sé nema til heiðurs þessari merku konu – lökkum neglurnar með vandvirkni og stöndum keik þótt hárið fari fjandans til í rokinu. /SP UMHVERFISMÁL – TÍSKA FUGLINN: HETTUMÁVUR Hettumávur er minnstur íslenskra máva. Hann er ekki nema 34-37 sentimetrar að lengd og vegur 300 grömm, einungis dvergmávur, sem má finna á meiginlandi Evrópu, er minni. Hettumávar eru auðþekktir, þeir eru að mestu ljósir með dökka vængenda og brúna hettu sem nær niður á háls. Þá má finna víða um Evrópu og niður til Asíu. Hérna á Íslandi er hann að mestu farfugl en eitthvað af fuglum hafa vetursetu og halda þá til við þéttbýli. Algengt er að finna þá í votlendi en þeir sækjast líka inn í byggð og ræktað land í leit af æti. Þeir eru tækifærissinnar í fæðuleit og borða nánast hvað sem er. Þeirra helsta fæða eru alls konar skordýr og hryggleysingjar. Líkt og krían þá ver hettumávur hreiðrin sín af hörku. Það er því ekki að aðrir votlendis- og mófuglar sækist í að verpa innan um hettumáva. Nokkur hefð er fyrir því að nýta hettumávsegg og er heimilt að tína þau með leyfi landeiganda til 15. júní. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson Drottningarlegur virðuleiki í hvívetna Með haustinu er ágætt að horfa aðeins í spegilinn og taka stöðuna. Nú fer í hönd tími þar sem sólarkysst útlit sumarsins er á undanhaldi og því rétt að bregðast við til þess að vera nú besta útgáfan af sjálfum sér þó ekki væri nema að utanverðu. Elísabet heitin Englandsdrotting og kryddpían Victoria Beckham. Hér má sjá einn vinsælasta skrúbb veraldar þessa stundina, eftirlæti þeirra konungbornu er kemur að naglalökkum, svo og augnblýant þeirra sem vilja virðast sem ferskastir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.