Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 22

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 22
Myrkhylur. Þessi fallega mynd er tekin upp eftir hylnum. ÞaÖ hefur sennilega verið við klettinn yzt og efst til vinstri (í myndinni, sem sögumaður sá sýnina. — Ljósm. R. H. strax að þetta var enginn af veiðifélögum okkar. Eg sá manninn frá hlið, en samt svo vel, að mynd hans festist í huga mér, þó að ég horfði ekki lengi á hann. Ég liélt áfram í áttina til hans, en það er sleipt og holótt þarna á klöppunum og ég þurfti að gæta mín til að detta ekki. Ég mun því hafa litið niður fyrir fæturna á mér, en þegar ég leit aftur þangað sem maðurinn hafði staðið, var þar enginn maður. Ég get ekki beinlínis sagt að mér kæmi þetta á óvart. Ég hef ef til vill vitað það strax með sjálfum mér, að hér gat ekki verið áþreifanlegur maður á ferð. Sýnir á borð við þessa hafa borið fyrir mig öðru hverju frá bernsku og fram á þenn- an dag, en með örfáum undantekningum verður mér þó fyrst fyrir að álykta, að um eðlilega sýn sé að ræða. Eftir á er ég oft í vafa. Ég hugsa sem svo: Mér hefði getað missýnst. Einhver skuggi gat fallið svona, eða til dæmis kletturinn horft svona við auganu á þessu augnabliki o. s. frv. Ég vil taka það fram, að ég reyni að beita skynseminni eins og ég get. Ég vil ekki blekkjast. Þegar eitthvað líkt þessu ber fyrir mig, hugsa ég líka oft á þann veg, að það sé á einhvern hátt vísbending til mín. Og í þetta sinn datt mér í hug að skilja þetta sem bendingu um að kasta þarna af klapp- arrifinu. Ég hefði vitanlega gert það hvort eð var. En þó má vera að þetta hafi styrkt trú mína á að ég fengi þar lax. Og ég fékk þar lax í þetta sinn. Ég kastaði 12 Veiðimaburinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.