Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 51

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 51
Frd aðalfundi L. í. S. AÐALFUNDUR Landssambands ís- lenzkra stangveiðimanna var haldinn í Þjóðleikhússkjallaranum þann 30. októ- ber s.l. í Landssambandinu eru nú 18 stangveiðifélög, en fundinn sátu 40 full- trúar víðsvegar að af landinu. Lögðu fulltrúarnir áherzlu á, að Landssambandsstjórnin ynni áfram að því, að félögunum gæfist sem fyrst kostur á að fá lax- og silungseldisseiði, til auk- innar fiskiræktar í þeim ám og vötn- um, er félögin hafa til umráða. Upplýst var á fundinum, að Elliðaárstöðin getur ekki afgreitt nema að litlu leyti þær pant- anir, sem henni berast á kviðpokaseiðum, víðsvegar að af landinu, livað þá af ali- og sleppiseiðum, sem mikil eftirspurn er nú eftir, en eru vart fáanleg. Töldu fundar- menn það mjög aðkallandi nauðsyn að eldisstöðvar fyrir lax og silung verði reistar sem fyrst, veiðiréttareigendum sem og leigutökum til aukinna hagsbóta. Forráðamönnum klak- og eldisstöðvar- innar við Elliðaár voru færðar þakkir fyrir þá fyrirgreiðslu, sem stöðin hefur látið sambandsfélögunum í té undan- farin ár. Um þessar mundir eru 10 ár liðin frá stofnun Landssambands ísl. stangveiði- manna, en það var stofnað 29. okt. 1950. Aðalverkefni þess hefur jafnan verið að stuðla að aukningu fiskistofnanna í ám og vötnum, einkum með því að: 1. Vinna að nauðsynlegum endurbót- um að lax- og silungsveiðilöggjöf lands- ins. 2. Koma í veg fyrir livers konar rán- yrkju og ofveiði í ám og vötnum. 3. Vinna að því að tekin verði til fiski- ræktunar ár og vötn, er fisklaus eru, en líkleg mættu teljast til árangurs, með slíkri ræktun. 4. Vinna að aukinni fiskirækt með byggingu klak- og eldisstöðva fyrir lax- og silungsveiði. 5. Stuðla að góðri samvinnu stang- veiðimanna og veiðiréttareigenda. Stjórn Landssambands ísl. stangveiði- manna er nú þannig skipuð: Aðalstjórn: Formaður Guðmundur J. Kristjánsson, Rvík. Bragi Eiríksson, Ak- ureyri. Friðrik Þórðarson, Borgarnesi. Hákon Jóhannsson, Rvík. Sigurpáll Jónsson, Rvík. Varastjórn: Alexander Guðjónsson, Hafnarfirði. Helgi Júlíusson, Akranesi. Sigmundur Jóhannsson, Reykjavík. H. Jóh. Fuglinn Kiwi. KIWI heitir fugl, a£ strútaættinni, sem á heima á Nýja-Sjálandi. Hann getur ekki flogið. Hann verpir einu eggi, sem er 1/4 af þyngd hans sjálfs, en hann er á stærð við hænsn. Eru þetta hlutfallslega stærstm fuglsegg, sem vitað er um. Útungunin tek- ur ellefu vikur og unginn er þrjú ár að ná fullri stærð. Hætta er talin á að fugl þessi muni brátt deyja út, nema hann fái algerlcga friðuð svæði, þar sem hann verður ekki fyrir áreitni. Hann þykir góður til raatar. Veiðimaðurinn 41

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.