Faxi - 2022, Side 3
FAXI 3
Þá og þar...
Fyrir stuttu birtist frétt sem vakti mikla
og verðskuldaða athygli um Unni
Þorsteinsdóttur, sem hefur verið útnefnd
áhrifamesta vísindakona Evrópu og jafn-
framt fimmta áhrifamesta vísindakonan í
heiminum samkvæmt nýjum vísindalista
Research.com. Unnur er forseti Heilbrigð-
isvísindasviðs Háskóla Íslands og fram-
kvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu,
en hjartað mitt og líklega margra annarra
fyrrverandi nemenda FS tók kipp við
fréttina, því Unnur var nefnilega kennari
hér um árið, þó hún hafi stoppað stutt við.
Þetta er magnað afrek hjá Unni og auðvit-
að er maður smá montinn yfir því að hafa
fengið að njóta hennar sem kennara, enda
auðvelt að fullyrða að hún var áhrifavaldur
margra nemenda og er í dag framúrskar-
andi fyrirmynd fyrir íslenskar konur og
vísindasamfélagið allt.
Ég hef alltaf sagt að það voru heimsins
bestu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
og allir fyrirmyndir og áhrifavaldar á sínu
sérsviði.
Æskuheimilið mitt var á Faxabrautinni
og mér fannst ég alast upp í nafla alheims-
ins, með íþróttahúsið, Gagnfræðiskólann,
fótboltavöllinn og síðast en ekki síst Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja beinlínis í tún-
fætinum. Þegar ég byrja í FS árið 1982, þá
var skólinn einungis 6 ára, varla búinn að
slíta barnsskónum. Á þessum upphafsárum
skólans upplifði maður engan byrjendabrag,
heldur bara ótrúlega grósku, gleði, kraft og
metnað hjá bæði stjórnendum, kennurum
og nemendum skólans og var félagslífið í
sama anda,fjölbreytt og fjörugt.
Ég hef í gegnum tíðina skemmt mér
konunglega við það að fletta í gegnum tvær
skóladagbækur frá þessum árum mínum
í FS, önnur gefin út 1982 og hin 1985 og
höfðu stjórnir nemendafélaganna veg og
vanda af þeim útgáfum. Þarna var að finna
ljósmyndir af nemendum og kennurum
og ótalmargar svipmyndir úr félagslífinu,
hvort sem það var leikfélagið, skólakórinn,
árshátíðirnar, busavígslurnar, íþróttakapp-
leikir, ræðukeppnir eða skíðaferðir. Í for-
mála fyrstu bókarinnar skrifar stjórnin að
það sé ósk þeirra að bókin eigi eftir að ylja
vambmiklum og rasssíðum gamalmennum
þegar sest er að áliðnu ævikvöldi við arinn
minninganna og litið um öxl. Maður tengir
vandræðalega sterkt við þessa framsýnu
setningu 40 árum síðar, þó enn sé eitthvað
í gamalmennið, en miðaldra er maður víst
orðinn.
Ég hef oft velt því fyrir mér hversu gríðar-
leg verðmæti fólust í því að geta hlaupið yfir
götuna og haldið áfram menntaveginn, ekki
endilega öruggt að ef FS hefði ekki notið
við, að maður hefði tekið rútuna til Reykja-
víkur til að stunda framhaldsnám. Stofnun
Fjölbrautaskólans á grunni Iðnskólans
voru mikil straumhvörf í samfélagsmótun
Suðurnesja, maður er endalaus þakklátur
fyrir þá framsýnu og mikilvægu ákvörðun.
Ég hef í gegnum tíðina verið talsmaður og
stoltur fyrrverandi nemandi Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Fjölbrautaskólinn hefur skilað
af sér fjölbreyttum hópi einstaklinga út í líf-
ið sem hafa látið til sín taka á öllum sviðum
mannlífsins. Það eru ekki lítil verðmæti og
það er ærin ástæða að þakka fyrir sig.
Una Steinsdóttir: