Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 37

Faxi - 2022, Side 37
FAXI 37 okkar framtíðaráform og það er gaman að fá að taka þátt í þessari stóriðju sem flugvöllurinn er. Við viljum meina að við höfum lagt okkar lóð á vogarskálarnar í þróun bæjarins enda var lítið um að vera á þessu svæði þegar við byrjuðum. Við skilgreindum okkur strax sem fast- eignaþróunarfélag í þjónustu við sam- félagið. Við áttuðum okkur á því þegar Masterplanið kom út hversu miklu máli það skiptir að þetta svæði verði tilbúið og starfsemi keyrð í gang svo hún fari ekki eitthvert annað og tryggja þannig fram- tíðarstörf á Suðurnesjum. Nú erum við að færast nær því að sinna atvinnulífinu sem tengist flugvellinum en á sama tíma erum við að auka almannaþjónustu á svæði sem er með góða tengingu við innviði bæjar- ins og nágrannasveitarfélög. Við eigum í góðu samstarfi við Reykjanesbæ og meðal annars hafa bæjaryfirvöld lýst yfir vilja til að tengja almenningssamgöngur við Aðaltorg. Þá er áætlað að aðalstoppistöð léttlestar, sem tengjast mun borgarlínu, liggi við torgið.“ Verðlaunahótel Uppbygging Aðaltorgs er fasaskipt í fimm liðum. Í fyrsta fasa reistu Steinar Sigtryggsson og félagar hjá hjá Olís ÓB eldsneytisstöð og í öðrum fasa reistum við Courtyard by Marriott hótelið. Hótelið er 150 herbergja og eitt af 1400 Courtyard hótelum í heiminum. Marriott keðjan, sem er bandarísk, endurhannaði vörumerkið Courtyard fyrir Evrópumarkað þar sem áherslan er lögð á borgarsamfélög og flug- velli. Hótel Aðaltorgs er viðskiptahótel sem þó er fjölskylduvænt. Þótt hótelið hafi risið í miðjum Covid far- aldri hefur gengið vel og nýting verið góð, eiginlega bara framúrskarandi, segir Ingvar. Staðsetningin hjálpi vissulega til svona steinsnar frá alþjóðaflugvelli. Rósa bætir við að aðsókn heimamanna á veitingastaðinn The Bridge hafi gert gæfumuninn í heimsfar- aldrinum. „Það hafði allt að segja að fólk af svæðinu nýtti aðstöðuna vel. Það má segja að viðtökur hafi farið fram úr okkar vænting- um en við eigum vissulega eftir að sjá meiri stöðugleika.“ Aðstaða og þjónusta hótelsins hefur vakið athygli og hefur það í tvígang fengið verðlaun sem besta viðskiptahótelið. En hvað þýðir það? „Til þess að vinna til þessara verðlauna er farið eftir ákveðnum viðmiðum og inn í þetta kemur til álit viðskiptavinarins sem getur kosið. Þetta þýðir fyrir viðskiptamann- inn að hann getur mjög auðveldlega sam- einað vinnu sína í herberginu og á barnum eða í veitingasalnum. Þetta er því mjög hent- ugt fyrir fólk sem eru viðskiptaferðalangar.“ Aðaltorg fékk nýverið einnig verðlaun fyrir bestu opnunina hjá Courtyard. Það þýðir að starfsemin er að standast allar öryggis- kröfur staðalsins sem hótelkeðjan byggir á og er að sögn Ingvars mjög strangur. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur en ekki síður viðurkenning fyrir svæðið. Við lögðum áherslu á að það yrðu allt Suðurnesjamenn sem kæmu að framkvæmdinni. Þetta er í fyrsta sinn í átta ára sögu hótelkeðjunnar þar sem engin athugasemd er gerð. Það var bara af því að allir iðnaðarmennirnir höfðu gert allt samkvæmt staðlinum, fóru eftir forskrift- inni og undirbjuggu starf sitt vel. Og trúðu mér, það er farið ofan í smæstu atriði. Þetta er mikill gæðastimpill fyrir okkar svæði og við erum mjög stolt af okkar fólki og þakklát þeim fyrir fagmennskuna. Þetta er í fyrsta sinn sem svona framkvæmd er gerð á Íslandi og enginn vissi hvað var verið að fara út í. Þess vegna er þetta svo dýrmætt.“ Fasteignaþróun og ný heilsugæsla á Aðaltorgi Lóð Aðaltorgs er 35.000 fermetrar að stærð og gerir deiliskipulag ráð fyrir 24.800 fm. byggingamagni. Þróunaráætlun Aðaltorgs er unnin í nánu samstarfi við skipulagsyfirvöld í Reykjanesbæ og þróunarfélagið Kadeco mun birta nýtt masterplan fyrir nærsvæði Samhent teymi Aðaltorgs, f.v. Rósa Ingvarsdóttir, Alexander Ragnarsson, Einar Þór Guðmundsson, Adam Calicki og Ingvar Eyfjörð. Ljósm. Aðaltorg Húsnæði bílaapóteksins er að taka á sig mynd. Ljósm. Svanhildur Eiríks

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.