Faxi - 2022, Side 43
FAXI 43
Keflavík var kominn á eftirlaun og fluttur
til Reykjavíkur. Hann var félagi í félagi eldri
borgara í bænum og hann útvegaði okkur
lög tveggja öldrunarfélaga. Við sömdum
lög okkar félags úr þessum gögnum.
Þegar hér var komið sögu hafði ég skipt
um vinnu og var kominn í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Með góðfúslegu leyfi
minna yfirmanna stóð mér til boða að
nota aðstöðuna í skólanum til að undirbúa
stofnun félagsins. Þar hafði ég aðgang að
ritvél, ljósritunarvél o.fl. Rétt er að geta
þess að skólaritari var á þeim tíma Sigur-
laug Kristinsdóttir. Hún hjálpaði mér mjög
mikið, vélritaði fyrir mig, fjölritaði og
ýmislegt fleira.
Stofnun Félags eldri borgara á
Suðurnesjum
Við sendum út 1600 bréf til allra 60 ára
og eldri á Suðurnesjum til að láta vita af
stofnun þessa nýja félags. Mikil vinna fólst
í því að fá fólk til að gefa kost á sér í hinar
margvíslegu nefndir en erfiðast gekk þó
að finna formann. Eftir miklar umræður
var endirinn sá að Jónína Kristjánsdóttir
gaf kost á sér. Ég sjálfur kom ekki til greina
því ég var aðeins 57 ára gamall. Meðan á
undirbúningnum stóð talaði ég oft við Jón
Tómasson og leitaði hjá honum ráða, en
hann hafði aðgang að ýmsum gögnum í
félaginu sem hann var í í Reykjavík.
Við héldum nefndarfundi af og til eftir
því hvernig undirbúningsvinnan gekk.
Ákvörðun var tekin að stofnfundur-
inn yrði haldinn í félagsheimilinu Stapa
3. mars 1991 og gekk það eftir. Mikið
fjölmenni var á fundinum. Jón Tómasson
kom með blandaðan söngkór eldri borgara
í Reykjavík og gerði söngur þeirra mikla
lukku. Halldór Ibsen var fundarstjóri og
flutti ég skýrslu undirbúningsstjórnar. Síðar
var kosið í nefndir og stjórn og eins og
áður greinir var Jónína Kristjánsdóttir kos-
in formaður. Ýmsir tóku til máls og óskuðu
félaginu velfarnaðar.
Þegar Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesj-
um var lagt niður var það vel stætt fjár-
hagslega. Gengu eigur þess til hins nýja
félags og ýmissa annarra verkefna á sviði
öldrunarmála á Suðurnesjum. Félagið hefur
nú starfað í rúm 30 ár og vegnað sérlega
vel.
Ég óska því farsældar og bið Guð og góða
vætti að fylgja því í framtíðinni.
Jón Sæmundsson
Félag eldri borgara 30 ára
Loksins hægt að halda upp á afmælið
Covid faraldurinn setti strik í afmælishátíð Félags
eldri borgara á Suðurnesjum (FEB), en að lokum
tókst félaginu að bjóða til veislu 8. október 2021 og var
það gert með glæsibrag, að sögn Guðrúnar B. Eyjólfs-
dóttur formanns FEB. Boðið var upp á kaffi og rjóma-
tertu, söngatriði, leikþátt, tískusýningu og síðast en
ekki síst tóku Tvær úr Tungunum óvænt þátt í tískusýn-
ingunni við mikla kátínu gesta.
Félagsmenn í FEB eru nú orðnir 2449 og starfsemi
félagsins mjög öflug. Það helsta sem er í boði fyrir
félagsmenn vikulega segir Guðrún vera félagsvist, bingó,
bridge, listasmiðja/handverk, gler og postulínsmálun.
„Þá er dans með Eygló Alexandersdóttur, gönguhópar úti
og inni og létt leikfimi, sundleikfimi, billjard, boccia og
Janusarverkefnið. Allt nýtur mikilla vinsælda og styrkir
bæði líkama og sál. Bókaútlán frá Bókasafni Reykjanes-
bæjar er annan hvern fimmtudag á Nesvöllum. Þá sjá
Suðurnesjamenn um annan hvern föstudag hér á Nes-
völlum kl. 14.00, svokallaða Létta föstudaga. Þeir spila og
leika listir sínar fyrir félagsmenn sem taka vel undir og
syngja fullum hálsi. Ýmis önnur skemmtiatriði eru í boði
hina föstudagana sem Reykjanesbær og Hrafnista sjá um.
Þá eru ótaldar skemmtiferðirnar sem skemmtinefndin
sér um og ferðirnar sem ferðanefndin skipuleggur,“ segir
Guðrún sem nú hefur gengt formennsku frá árinu 2019.
Formann frá upphafi:
Jónína Kristjánsdóttir 1991-1994
Sigfús Kristjánsson 1994-1998
Hilmar Jónsson 1998-2003
Trausti Björnsson 2003-2007
Guðrún E. Ólafsdóttir 2007-2010
Eyjólfur Eysteinsson 2010-2015
Sigurður Jónsson 2015-2019
Guðrún B. Eyjólfsdóttir frá 2019
Tvær úr Tungunum