Faxi - 2022, Side 32
32 FAXI
Saga jólanna nær aftur um 4000 þúsund
ár í það minnsta og virðist í grunninn
byggja á vetrarsólstöðum – þar sem menn
fagna í tilefni rísandi sólar. Margar af
þeim jólahefðum sem viðhafðar eru í dag
komu til mörgum öldum fyrir fæðingu
frelsarans. Tímalengd jólanna, eldar og
björtu ljósin, gjafirnar, söngvar, jólaglög-
gið, veislurnar, skrúðgöngur og margt
fleira má rekja aftur til Mesapótamíu.
Margar af þessum hefðum eru auðvitað
tengdar hátíðarhöldum í kringum nýtt ár.
Fólkið í Mesapótamíu trúði á marga guði,
en æðstur þeirra var Marduk. Á hverju
ári þegar vetur gekk í garð trúði fólk því
að Marduk myndi berjast við skrímsli
óreiðunnar. Til að styðja Marduk í þessari
baráttu var haldin hátíð í kringum ára-
mót sem kallaðist Zagmuk og stóð yfir
í 12 daga. Konungur Mesapótamíu sótti
hof Marduk heim og sór hollustu sína
til guðsins. Hefðin gerði ráð fyrir því að
konungurinn þyrfti að deyja í lok hvers árs
til þess að berjast við hlið Marduk gegn
skrímslunum. En til að hlífa konungnum
fundu ráðgjafar hans snilldarlausn í formi
gervikonungs. Afbrotamaður var valinn og
klæddur upp eins og konungur. Hann fékk
auðvitað allan þann heiður og sérmeðferð
eins og raunverulegi konungurinn. En í lok
hátíðarinnar var „plat“ konungurinn rifinn
úr konunglegu klæðunum og fórnað –
þannig að hinn raunverulegi konungur gæti
gengið í endurnýjun lífdaga.
Persar og Babýloníumenn héldu upp á
svipaða hátíð kallaða Sacaea. Hluti af þeirri
hátíð fór þannig fram að menn skiptu um
hlutverk í samfélaginu. Þrælar urðu að
meisturum o.s.frv. Síðan er fjöldi hátíða í
Evrópu tengdur vetrarsólstöðum. Langar
kaldar nætur og stuttir dagar kalla á það
að halda hátíðir til að fagna komu sólar-
innar aftur. Þar koma Yuletide og jólin
inn í myndina. Forngrikkirnir voru með
hátíð sem svipaði mjög til Zagmuk eða
Sacaea með Kronos, syni hans Seifi og co.
Rómverjar héldu svo 17. – 23. desember
mikla hátíð til heiðurs guðinum Satúrn-
usi eða Satúrnalia. Flestar þjóðir þessa
heims hafa haldið miklar hátíðir þegar
myrkrið hellist yfir mannheima en flestir
tengja auðvitað jólin við ljósið í myrkrinu,
við fæðingu sveinbarns í fjárhúsi fyrir
botni Miðjarðarhafs. Fæðingu Jesú Krists
í Betlehem – „En það bar til um þessar
mundir...“ Sem lesa má sér til um bæði í
Matteusar- og Lúkasarguðspjalli. En það
var ekki fyrr en um 200 eftir Krist sem fyrst
var farið að hugsa út í hvenær frelsarinn
fæddist. Í Biblíunni stendur hvergi hvenær
Kristur fæddist. Ýmsar kenningar voru á
kreiki m.a. 25. mars, 20. maí, 19. apríl og 6.
janúar. En svo um 250 eftir Krist var búið
að fastsetja 25. desember sem fæðingar-
daginn. Konstantín gerði kristni að ríkistrú
312 og þá færðust hátíðarhöldin í aukana.
Rómverjar voru fljótir að finna þessu far-
veg þar sem þetta hafði verið þeim mikill
hátíðartími öldum saman.
En ef við færum okkur hingað heim þá
eru það auðvitað íslensku jólasveinarn-
ir sem skera sig úr. Þessir 13 sem flestir
þekkja frá Stekkjastaur að Kertasníki. Þeir
eiga sér rætur í íslenskum þjóðsögum.
Þeirra var fyrst getið í Grýlukvæði frá 17.
öld sem eignað er séra Stefáni Ólafssyni í
Vallanesi. Þar eru þeir sagðir börn Grýlu og
Leppalúða:
Börnin eiga þau bæði saman
brjósthörð og þrá.
Af þeim eru jólasveinar
börn þekkja þá.
Af þeim eru jólasveinar
jötnar á hæð.
Öll er þessi illskuþjóðin
ungbörnum skæð.
Nöfnin fáum við í fyrstu útgáfu af Þjóð-
sögum Jóns Árnasonar í kringum 1862.
Þeir voru auðvitað sagðir illir að eðlisfari
og líkastir púkum og lifa mest á blótsyrð-
um manna og óvönduðum munnsöfnuði.
Þeir voru sagðir rógsamir og rángjarnir,
einkum á börn - stórir, ljótir og luraleg-
ir. Illskeyttir og vafalaust notaðir til að
hræða börn til hlýðni. Smám saman tóku
þeir þó á sig nokkuð eðlilega mannsmynd
og má telja líklegt að myndir Tryggva
Magnússonar við jólasveinakvæði Jó-
hannesar úr Kötlum endurspegli nokkuð
hugmyndir manna um þá á þessu síðasta
skeiði. Svo vitnað sé í nokkur erindi af
um 40:
Segja vil ég sögu
af sveinunum þeim,
sem brugðu sér hér forðum
á bæina heim.
Grýla var þeirra móðir
og gaf þeim tröllamjólk,
en pabbinn Leppalúði,
það var leiðindafólk.
Þeir voru þrettán
þessir heiðursmenn,
sem ekki vildu ónáða
allir í senn.
Lævísir á svipinn
þeir leyndust hér og þar,
til óknyttanna vísir,
ef enginn nærri var.
Ríkharður Ibsen
Stiklað á stóru
í sögu jólanna