Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 39

Faxi - 2022, Side 39
FAXI 39 var Heilsugæslan Höfði sem gerði tilboð í rekstur heilsugæslunnar til Sjúkratrygginga Íslands. Reiknað er með að gengið verði frá samningi á næstu dögum. Græn svæði skipulögð áður en byggt er Þegar Ingvar og Rósa eru spurð um tíma- línu í uppbyggingunni er fátt um svör. Þau segjast vera mjög gætin og vilji því ekki segja of mikið. „Við sögðu þó í upphafi árið 2016 að við ætluðum að fjárfesta fyrir 15 milljarða á 15 árum. Við erum nú komin á sjöunda ár og eigum rúm átta eftir. Þar af voru tafir í tvö ár vegna Covid, auk þess þurftum við að taka við rekstri hótelsins eftir að rekstraaðili hótelsins fór í þrot fjórum mánuðum fyrir opnun.“ En þegar talið berst að næstu fösum í uppbyggingar- starfinu heyrist á máli þeirra að áformin eru spennandi. „Við ætlum í frekari upp- byggingu norðan við húsnæði okkar í næsta fasa, þeim fjórða. Hugmynd fyrir það svæði er að auka verslun og þjónustu enn frekar. Við erum m.a. með hugmynd að lýðheilsu- miðstöð og rými fyrir ýmsar stjórnsýslu- og ríkisstofnanir. Við sjáum líka fyrir okkur heilsuklasa sem rímar vel við heilsugæslu en gæti auk þess tengst félagsþjónustu og útlendingamálum. Þessar hugmyndir og áætlanir eru enn í mótun en við erum að vinna að deiliskipulagi svæðisins í sam- vinnu við Reykjanesbæ og Kadeco.“ Inn í fjórða áfanga verður gert ráð fyrir grænum svæðum sem tengjast munum þeim útivistar- og náttúrusvæðum sem fyrir eru. „Auðnin í móanum er það sem ferðamanninum líkar við. Í aðalskipulaginu og allri hönnun í dag er gert ráð fyrir að þú hannir græn svæði áður en þú byrjar að byggja og að þau séu komin inn í heildar- skipulagið. Okkar áform eru að græða birki upp úr heita vatninu frá hótelinu og leyfa ferðalangnum og heimamönnum að koma og gróðursetja og tengjast Rósaselsskóg með íslenskum jurtum. Vonandi náum við því að gera það frá okkur. Þá nær fólk að jafna kolefnissporið sitt og vera hluti af því hugarfari að vera meðvitaður og hugsa um umhverfi sitt. Allt svona er auðvit- að vandmeðfarið. Rósaselsvötn tilheyra Suðurnesjabæ og eru í umsjón Skógræktar- félags Suðurnesja. Konráð Lúðvíksson félagsmaður og sá einstaklingur sem stýrði uppbyggingu svæðisins var með okkur í liði þegar við fórum að hugsa þetta og verið okkur leiðbeinandi.“ Þau Ingvar og Rósa nutu einnig aðstoðar og ráðgjafar Ásdísar Ólafsdóttur, dóttir Rósu í því hvernig hægt væri að byggja upp sjálfbæran skóg en hún er líffræðingur að mennt. Ef við lítum til enn lengri framtíðar, hvað erum við að tala um í fimmta fasa? „Eftir að búið verður að byggja hér upp þá teljum við að kominn verði nægur segull og kraftur til þess að geta starfrækt ferðaþjón- ustu með áherslu á UNESCO út Reykjanes jarðvanginn. Við viljum sjá að hérna verði þannig dýnamík, að ef þú ætlar að fara á Reykjanesið, verði þetta staðurinn til að koma á, fara í dagsferðir eða lengri ferðir um allt svæðið. Við höfum fengum þau ummæli frá leigubílstjórum að þetta sé það hótel sem er duglegt að senda í einkaleið- sögn sem er virkilega ánægjulegt. Til að byggja upp atvinnu m.a. ferða- þjónustu þurfum við að standa saman á Suðurnesjum og gera svæðið og þjónustuna áhugaverða fyrir gesti okkur og íbúa. Sam- eining sveitarfélaga á Suðurnesjum liggur þar þyngst á vogarskálum,“ segja þau Ingvar og Rósa. En nú er viðtalið komið út á hálan ís svo látið verður staðar numið. Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500 www.skolamatur.is D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Hugsað til framtíðar! Hér gefur að líta áætlun Aðaltorgs um grænt svæði. Ljósm. Aðaltorg

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.