Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 9

Faxi - 2022, Side 9
sitja fundi utan hefðbundins vinnutíma og held ég að þetta snúist að miklu leyti um að fjölskyldan skipti með sér öðrum verkefnum þannig að þetta gangi upp, bæði fyrir karla og konur. • Síðan ég byrjaði fyrst að taka þátt í nefndarstörfum og bæjarstjórn í mínu sveitarfélagi hef ég unnið mikið með konum. Því get ég ekki sagt að ég hafi upplifað sérstakar breytingar á mínum ferli. Þegar ég bauð mig fyrst fram í bæjarstjórn var ég í framboði þar sem konur voru í meirihluta í efstu sæt- um listans sem náði síðan hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Auðvitað urðu þar nokkrar breytingar með nýju fólki. Við lögðum mikla áherslu á vandvirkni og fagmennsku, gættum þess að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin og verkefni sveitarfélagsins, auk þess að viðhafa skýra stefnumótun og horfa fram í tímann. Ég veit ekki hvort hægt er að tengja slíkar áherslur sérstaklega við kyn frekar en einstaklinga. En þarna hófust vissulega nýir tímar með nýjum áherslum. Mögulega sjáum við konur einhver málefni með öðrum augum en önnur kyn en ég held að flestir þeir sem bjóða fram þjónustu sína í sveitarstjórn- armálum geri það af hugsjón fyrir því að vinna vel fyrir íbúa og sveitarfélagið sitt í sem flestum málaflokkum. Margrét Sanders bæjarfulltrúi Reykjanesbæ • Væntanlega góðar fyrirmyndir á lands- vísu. Það eru margir öflugir stjórnmála- menn komið fram og verið áberandi síðustu ár. Það er samt nauðsynlegt að horfa einnig til þess að konur staldra yfirleitt mun skemur við og verið er að skoða það sérstaklega m.a. hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. • Meginbreytingin er að umræðan er málefnalegri. Ef einstaklingar eru ekki sammála þá er minna um að gert sé lítið úr skoðunum annarra og þannig mál- flutningur fær síður hljómgrunn. Varð- andi áherslur þá veit ég ekki hvort það sé endilega tengt konum eða körlum. Við erum með einstaklinga í bæjarstjórn með misjafnan bakgrunn og mér finnst það hafa meiri áhrif en kyn. Ég sjálf hef mikinn áhuga á fjármálum og rekstri, sem og samanburð við önnur sveitar- félög sem og mikilvægi þess að fara vel með fé annarra. Einnig eru meirihluti einstaklinga í bæjarstjórn að hefja sitt fyrsta kjörtímabil og það hefur áhrif. FAXI 9 Sendum Suðurnesjamönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samveru og stuðning á árinu sem er að líða. Oddný G. Harðardóttir og Eiríkur Hermannsson Gleðileg jól og farsælt komandi ár GRP www.grp.is Reykjanesbær

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.