Faxi - 2022, Side 33
FAXI 33
Þeir upp á fjöllum sáust,
eins og margur veit,
í langri halarófu
á leið niður í sveit.
Þeir jólasveinar nefndust,
um jólin birtust þeir.
Og einn og einn þeir komu,
en aldrei tveir og tveir.
Svo er það líka Heimferð íslensku jóla-
sveinanna sem hefst eftir aðfangadag:
Á sjálfa jólanóttina,
-sagan hermir frá,-
á strák sínum þeir sátu
og störðu ljósin á.
Svo tíndust þeir í burtu,
-það tók þá frost og snjór.
Á þrettándanum síðasti
sveinstaulinn fór.
Fyrir löngu á fjöllunum
er fennt í þeirra slóð.
-En minningarnar breytast,
í myndir og ljóð.
Um aldamótin 1900 taka þeir hinsvegar
smám saman að fá æ meiri svip af fyrir-
mynd hins alþjóðlega jólasveins, heilögum
Nikulási, bæði hvað snertir útlit, klæða-
burð og innræti. Þeir verða vinir barnanna,
færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja
sögur sem þeir hefðu aldrei gert áður fyrr.
Mun kaupmannastéttin beint eða óbeint
hafa stuðlað mjög að þessu með því að
nota þá í jólaauglýsingum að erlendri
fyrirmynd. Þessi þróun hófst fyrst í bæjum,
en miklu síðar í sveitum. Uppruna hins
rauðklædda jólasveins má rekja til heilags
Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup
í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.kr.
Löngu seinna varð hann þekktur sem
gjafmildur biskup, klæddur purpuralit-
aðri kápu með mítur á höfði, sem deildi
út gjöfum til bágstaddra en einkum til
barna. Á 17. öld bárust siðir og sagnir um
Nikulás með hollenskum innflytjendum
til Ameríku. Gælunafn hans á hollensku
var Sinterklaas og í Ameríku fékk hann
á 19. öld nafnið Santa Claus. Teiknarar
gerðu hann að blendingi af Nikulási og Afa
Frosta, klæddu hann í skærrauðan jakka,
verulega styttri en purpurakápu Nikulásar,
og í rauðar buxur, hvort tveggja með hvít-
um loðkanti. Einnig fékk hann rauða húfu
í staðinn fyrir mítur – jólasveinahúfuna.
Þessi rauðklæddi karl barst síðan um víða
veröld, þekktur sem góðlegur hvítskeggj-
aður karl sem deildi út gjöfum til barna.
Oftast var hann sagður frá norðlægum
slóðum, kannski vegna þess hve hlýlega
hann var klæddur. Þá var við hæfi að
Jólatré við Keflavíkurhöfn sem Málfundarfélagið Faxi fékk að gjöf frá P.L. Fiskeredskap
í Bergen 1962. Á myndinni f.v.: Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson, Steindór Pétursson,
Gunnar Sveinsson, Ingimundur Jónsson, Margeir Jónsson, Hallgrímur Th. Björnsson,
Ragnar Pétursson, Guðni Magnússon, Valtýr Guðjónsson og Egill Þorfinnsson.
Saga Keflavíkur 1949-1994, bls. 49. Ljósmyndari Heimir Stígsson. Byggðasafn Reykjanesbæjar