Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 41

Faxi - 2022, Side 41
FAXI 41 Það er Hollywoodbragur á Reykjanesbæ hér og nú. Hluta Hafnargötunnar hefur verið breytt og er orðinn að sviðsmynd í fjórðu seríu True Detective og hefur verið umbreytt í Ennis, ímyndaðan bæ í Alaska, þangað sem aðalsöguhetjur þáttanna koma til að leysa málin. Það hefur verið gaman að fylgjast með umbreytingu götunnar. Seint í nóvember komu undanfararnir frá True North, sem meðal annars höfðu ráðið til sín flokk iðnaðarmanna frá Suðurnesjum. Hafist var handa við að smíða snjóskafla úr gömlum vörubrettum. Timburverkið var síðan klætt með hænsnaneti og jarðvegsdúk. Í ruðning- um meðfram gangstéttinni var svo notast við gamla síldarnót. Í kjölfarið mættu svo brellumeistarar með lífrænan gervisnjó í tonnatali og leikmyndin var þakin í snjó. Þrátt fyrir 10 gráðu hita dag eftir dag, súld og jafnvel slagveðurs rigningu, stóðst „snjórinn“ álagið. Á sama tíma, við Freyju- velli í Keflavík, þurfti Hannes Friðriksson að taka fram sláttuvélina, þar sem grasið í garðinum hjá honum var iðagrænt og bletturinn kafloðinn. Síðasti sláttur ársins var framkvæmdur 25. nóvember. Aftur á Hafnargötuna. Það var gaman að sjá fyrirtækin við götuna taka breyting- um. Mörg fengu amerísk skilti og merk- ingar í glugga á meðan önnur fengu alveg nýja framhlið. Kráin Paddy's er orðin að hamborgarabúllunni QAVVIK'S, Sjóvá varð hinn kunni banki Wells Fargo og þar við hliðina er útivistarverslun og byssubúð. Bíóið er stórmarkaður og þar við hliðina er spilavíti, Hótel Keilir er í hlutverki Ennis Park Hotel og þar er einnig Polar Bar. Rak- arastofa Ragnars er svo í hlutverki þvotta- húss. Við götuna eru einnig útvarpsstöð, húðflúrstofa, kínverskur veitingastaður og indverskur veitingastaður. Snjórinn er í ruðningum langt upp á gangstéttar og þar eru vélsleðar, rafmagnsstaurar með loft- línum og allt er svo skreytt ótæpilega með jólaljósum, enda gerast þær senur sem tekn- ar eru upp við Hafnargötuna í aðdraganda jóla. Bandarískir fánar blakta svo í hverri stöng og meira að segja var mættur risastór bandarískur fáni í skrúðgarðinn. Upptökur fara svo fram bæði innandyra sem utan. Þekktir leikarar eru í þessari fjórðu þáttaröð True Detective og skærasta stjarnan er án efa Jodie Foster. Þegar þetta er skrifað hefur lítið sést til hennar en hún mun þó taka þátt í einhverjum senum við Hafnargötuna, m.a. á húðflúrstofu. Milli Ægisgötu og Hafnargötu reis svo kvik- myndaþorp með ótal vögnum fyrir leikara og starfslið. Það er ekki bara Hafnargatan sem mun fá að njóta sín í þáttunum, því í kjölfar mynda- töku þar færði tökuliðið sig á Ásbrú þar sem tekið verður upp í skóla, því þar eru skóla- byggingar með amerísku yfirbragði. Einnig verður tekið upp á Þórustíg og Brekkustíg í Njarðvík. Þá mun hús við Sunnubraut í Keflavík fá hlutverk í þáttunum. Auk þess að skapa vetrarríki við Sunnubrautina hefur húsið verið endurgert í myndveri í Gufunesi í Reykjavík. Vatnsleysuströndin skartar sínu fegursta í þáttunum og einnig hafa farið fram tökur við Kleifarvatn. Reykjanes- skaginn mun stimpla sig inn sem staðgengil Alaska. Það hefur legið fyrir frá því síðasta sumar að ráðist yrði í þetta stóra verkefni hér í Reykjanesbæ. Kvikmyndatökunni hefur örugglega fylgt eitthvað ónæði, en verkefnið er spennandi þessa daga sem það stendur yfir og það mun örugglega skilja eitthvað eftir sig. Þáttaröðin kostar níu milljarða króna í framleiðslu hér á landi og eitthvað af þeim krónum verður eftir á Suðurnesjum og verkefnið skapaði a.m.k. tímabundna vinnu fyrir iðnaðarmenn og marga fleiri. Og jafn hratt og leikmyndin var sett upp mun hún hverfa eins og dögg fyrir sólu. Gervisnjór- inn mun víkja og vonandi fáum við alvöru snjó yfir jól og áramót. Hátíðarkveðjur til ykkar. Hilmar Bragi Bárðarson Það er einfalt að skipta í Snjallöryggi Öryggismiðstöð Íslands | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 | Nánar á oryggi.is Þú velur Snjallöryggispakka sem hentar þínu heimili, við segjum upp gamla kerfinu, tökum það niður og skilum því — Og þú greiðir þegar uppsagnafresturinn er liðinn. Stofnkostnaður er 19.900 kr. +3 skynjarar að eigin vali Stjórnstöð Stjórnborð Verð 6.900 kr. á mánuði Sírena 2 flögur Sírena 2 flögur Snjallöryggi 3 +5 skynjarar að eigin vali Stjórnstöð Stjórnborð Verð 7.900 kr. á mánuði Snjallöryggi 5 Sírena 2 flögur +8 skynjarar að eigin vali Stjórnstöð Stjórnborð Verð 9.900 kr. á mánuði Snjallöryggi 8 Val um skynjara í pökkum: Hreyfiskynjari með myndavél / hefðbundinn hreyfiskynjari reykskynjari / hurðarrofi / vatnsskynjari Hollywood í heimsókn á aðventunni Hér og nú

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.