Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 5

Faxi - 2022, Side 5
FAXI 5 Eins og tíðkaðist meðal ungra kvenna fyrr á árum fór Jóhanna í húsmæðraskóla. Fyrir valinu varð Húsmæðraskólinn í Reykjavík. Árið var 1963 og Jóhanna þá 17 ára. Hún varði einu ári í skólanum við hannyrðir og ýmis heimilisstörf. Á þessum tíma var skólinn undir stjórn Katrínar Helgadóttur. „Þegar ég fór í Húsmæðraskólann var ég alveg ákveðin í að gera skírnarkjól. Ég var líka alveg ákveðinn í að gera tjullkjól og var því frekar svekkt þegar fröken Katrín, eins og við kölluðum hana, sagði að ég skyldi gera léreftskjól. Mamma hennar hafði gert svona kjól og saumað í kjólinn upphafsstafi allra barnanna sem skírð höfðu verið í honum. Þetta þyrfti ég að gera. Ég var svona frekar fúl en lét slag standa. Síðan þurfti ég að sauma bleikan og bláan undirkjól,“ segir Jóhanna um tildrög kjólsins. Jóhanna hafði þá saumað hvíta borðdúka í skólanum með hvítsaum, eins og þessi tegund útsaums sem notaður er í gerð skírnarkjólsins er kallaður og Katrínu fannst handbragð Jó- hönnu svo fallegt að hún vildi að það nyti sín líka í skírnarkjól. „Ég bara hlýddi því,“ segir Jóhanna, sem var verðlaunuð fyrir hannyrðir með silfurskeið sem í var grafið nafn og merki skólans. Skeiðin er vel pússuð með öðru silfri heimilisins og notuð á tyllidögum. Aðspurð hvort hún hafi strax verið ákveðin í fara sömu leið og móðir Katrínar, að sauma upphafsstafi skírnarbarna í kjólinn, segir Jóhanna svo vera. „Fyrst ég saumaði léreftskjól þá ákvað ég að gera það. Vinkona mín sem saumaði samskonar kjól gerði það hins vegar ekki. Ég suma einnig skírnarárið í kjólinn, við hlið upphafsstafanna.“ Ættingjar sækjast eftir að fá að skíra í kjólnum Hugur Jóhönnu stefndi á barneignir en nokkur ár liðu áður en frumburður hennar og Daða Þorgrímssonar, Falur Helgi Daða- son var skírður í kjólnum. Fyrsta barnið sem fékk upphafsstafi sína saumaða í kjólinn var Sigurþór Sævarsson sonur Guð- finnu Sigurþórsdóttur, vinkonu Jóhönnu. Það var árið 1968. Vinkonan vissi af því að Jóhanna hafði saumað kjól og óskaði eftir að fá hann lánaðan. Falur var svo skírður í kjólnum 1974, áttunda barnið sem skírt var í kjólnum, því ættingjar þeirra hjóna vildu einnig skíra börn sín í honum og fá upphafsstafi þeirra saumaða í kjólinn. Berg- lind Daðadóttir dóttir Jóhönnu og Daða, er næst á eftir bróður sínum. Eftir það komu svo fleiri systkina- og vinkvennabörn, barnabörn og nú fyrsta barnabarnabarnið, Jökull Falur Garðarsson, sonur Birtu Maríu Falsdóttur og Garðars Helga Friðbjörns- sonar sem skírður var í júní síðastliðnum. Hann var jafnframt fertugasta barnið til að vera skírt í kjólnum. Birta María var fyrsta barnabarnið til að vera skírt í kjólnum. Og þannig er gjarnan ferlið, annaðhvort for- eldrið hefur verið skírt í kjólnum og vill að sitt barn eða börn séu einnig skírð í honum. „Ef ég hefði vitað að börnin yrðu svona mörg sem skírð yrðu í kjólnum, þá hefði ég nú skipt nöfnunum á milli kjólhluta, en mig óraði ekki fyrir þessu. Ég er að verða komin út í saum á kjólnum,“ segir Jóhanna. Einn prestur hefur verið sérstaklega áhugasamur um kjólinn, séra Gunnar Már Harðarson prestur í Lindakirkju í Kópavogi. Hann hefur þrívegis skírt barn í kjólnum, árið 2014, 2020 og svo aftur sl. sumar og hefur vilja láta söguna um kjólinn fylgja í athöfninni, jafnvel þó hann hafi ekki vitað neitt um kjólinn né eigandann. Hróður kjólsins hefur því borist víða. Skírnarkjóll með langa sögu Svona lítur skírnarkjóllinn út tilbúinn til skírnarathafnar fyrir stúlku Fyrsta langömmubarnið var skírt í kjólum síðastliðið sumar, Jökull Falur Garðarsson. Fv. Jóhanna, Garðar Helgi Friðbjörnsson, Birta María Falsdóttir, sem var fyrsta barnabarn Jóhönnu til að vera skírt í kjólnum, og Daði Þorgrímsson Hér sést vel hversu mikið vandaverk það að er að sauma upphafsstafi barnanna í kjólinn. Hér eru stafir barna Jóhönnu og Daða, Berglindar Daðadóttur og Fals Helga Daðasonar Jóhanna við saum á upphafsstöfunum Það hefur ætíð þótt boða gæfu ef barn blundar í skírnarkjólnum. Hér sefur nýskírð Linda Rún Kristmannsdóttir barnabarn Jóhönnu

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.